Úrval - 01.09.1976, Síða 68
66
URVAL
valdi hins sterkari, og því endalok
hinnar gömlu Evrópu. Hann var í
rauninni hættulegur maður, alinn
af hættulegri þjóð, sem hafði steypt
sér út í þá hættulegu tilraun sem
stjórnmálalegt frelsi var.
Auðvitað sjá Bandaríkjamenn ekki
Benjamín Franklin í þessu ljósi.
í augum þeirra er hann bara hann
,,Ben gamli” góðlegur og gaman-
samur. En samt er sannleikurinn sá,
að ,,Ben gamli” var að minnsta kosti
að nokkrú leyti sköpunarverk stjórn-
málasnilli og áróðurs, sköpunarverk,
sem hann var sér sjálfur meðvitandi
um, enda auglýst og kynnt af höf-
undi þess tií þess að gera hinn
ameríska málstað áhrifaríkari erlend-
is. Þessi ,,mynd” heppnaðist svo vel,
að hún hefur orðið eign hverrar kyn-
slóðarinnar af annarri og árangurinn
hefur svo orðið sá, að við sjálf emm
svo Iík Ben Franklin, að við verðum
að grípa til sjálfskönnunar til þess
að skilja hann. Franklin hefur átt
sinn þátt í því að móta bandaríska
skapgerð og þjóðareinkenni fremur
en nokkur annar einstaklingur. Ef til
vill er það einmitt þess vegna, að
við leggjum áherslu á hina óbrotnu
hversdagslegu eiginleika hans, vegna
þess að það eru einmitt þeir þættir
í fari okkar sjálfra, sem okkur líkar
best við.
MÓTSAGNAKENND SKAPGERÐ.
Hinn hversdagslegi, óbrotni þáttur
skapgerðar Franklins er sannur, en
við látum hann skyggja algerlega á
aðra mjög flókna þætti skapgerðar
hans, svo flókna og margbrotna, að
slíkt er ofviða ímyndunarafli okkar.
Sem dæmi um slíkt mætti nefna, að
þegar 500 félög fræði- og vísinda-
manna um víða veröld stóðu fyrir
alþjóðlegum hátíðahöldum árið 1956
í tilefni þess, að 250 ár voru þá liðin
frá fæðingu Franklins, varð að skipta
hátíðahöldunum í tíu aðskilda þætti
sem hér segir: 1. vísindi, uppflnn-
ingar og tækni. 2. stjórnmál. 3.
menntun og náttúrurannsóknir. 4.
fjármál, vátryggingar, verslun og
iðnað. 5. fjölmiðlamálefni. 6. prent-
un, auglýsingar og grafiskar listir.
7. trúarbrögð, bræðrafélög og húm-
anisk ftæði. 8. læknislist og opin-
bera heilsugæslu. 9. landbúnað. 10
tónlist og skemmtanir.
Framlag hans á sviði hreinna
vísinda gerði hann að Newton 18.
aldarinnar, en það hefur verið gert
svo lítið úr því framlagi, að aðeins
er minnst tilrauna hans með eldingar
og flugdreka, vegna þess að það er
auðveldast að skilja þær. Hann hefur
einnig verið gerður að fremur rólynd-
um kaupsýslumanni og auglýsinga-
stjóra, enda þótt hann hafi verið
hættulegur byltingarseggur, að
minnsta kosti í augum breta.
Það var einmitt sá óróavekjandi
eiginleiki hans, sem fann hljóm-
grunn hjá hinum órólegu frökkum
áttunda áratugs átjándu aldar. Þeim
hafði birst svipur frá framtíðinni.
I þessari hetju sinni sáu þeir óbrot-
inn og göfugan landnema, gáfaðan
mann, sem lét stjórnast af rödd
rökvísinnar og sanngirninnar, en
jafnframt því dugmikinn baráttu-
mann frelsins, sem ,,þreif elding-
una af himninum og veldissprotann
af harðstjórunum.” Þeir skynjuðu.
að þetta var nátengt þeirra eigin
aðstæðum.
Leyndardóm heimspekilegrar
afstöðu Franklins sjálfs má finna í
þeim sérstaka skilningi, sem hann
lagði í staðreyndadýrkun hinnar
bresku heimspeki, sem þá var ríkj-
andi (sem lagði áherslu á, að menn