Úrval - 01.09.1976, Síða 72
70
kvæmt eðli hans að segja í afsök-
unarskyni: ,,Ég gat ekki ráðið við
atburðarásina,” eða ,,Ég var bara að
hlýða skipunum.” Hann var fyrsta
dæmið um hið athyglisverða banda-
ríska fyrirbæri, „einsmanns meiri-
hlutann.”
En það var samt enn þýðingar-
meira, að Franklin var fyrsti stjórn-
málamaðurinn, sem hafði heildarhag
allrar þjóðarinnar að leiðarljósi frem-
ur en hinna einstöku nýlendna.
Tveim áratugum á undan upphafi
amerísku byltingarinnar fann hann
upp hið tvöfalda stjórnkerfí fylkis-
stjórnunar, sem skyldi svo tengjast
alríkisstjórnun og lúta henni. Eftir
að frelsisstríðinu lauk, kom hann í
veg fyrir, að Stjórnarskrárþingið í
Philadelphiu leystist upp. Smærri
fylkin vildu fá jafna tölu fulltrúa á
þjóðþinginu á við hin stærri. En
stærri fylkin vildu, að tala fulltrúa
hinna einstöku fylkja á þjóðþinginu
grundvallaðist á íþúatölu hvers fylkis.
Franklin átti frumkvæðið að þeirri
málamiðlun, sem er enn við lýði, það
er að öldungadeild þjóðþingsins er
skipuð samkvæmt fyrri hugmyndinni
ÚRVAL
en fulltrúadeildin samkvæmt þeirri
síðari.
Þegar Franklin dó árið 1790,
var hann orðinn ástsælasti maður
veraldarinnar á sviði opinbers lífs.
Franska þjóðþingið syrgði hann opin-
berlega í þrjá daga samfleytt. Carl
Van Doren ævisagnahöfundur lýsti
megininntaki lífs hans með þessum
orðum: ,,Hugur og vilji, hæfileikar
og list, styrkur og lipurð, kxmni-
gáfa og göfgi og persónutöfrar, allir
þessir þættir sameinuðust í honum,
likt og Móðir Náttúra hefði verið
mjög eyðslusöm og hamingjusöm,
þegar hann var mótaður.” Ben lýsti
þessu jafnvel betur í þeirri grafskrift,
sem hann samdi sjálfum sér til handa
áunga aldri:
„Líkami B. Franklins, prentara,
(líkt og spjöld gamallar bókar, sem
innihaldið hefur verið rifíð úr, rúið
letri og gyllingu) liggur hér, fæða
handa ormum. En verkið mun ekki
glatast, því að það mun (eins og hann
trúði) birtast að nýju í nýrri og
glæsilegri útgáfu, endurskoðað og
leiðrétt af höfundi þess. ’ ’
Maður nokkur á ferðalagi í Maine átti í basli með að fínna rétta
veginn til Boothay Harbor. Að lokum stansaði hann og kallaðir til
bóndasem vann á akri þar skammt frá:
,,Áttu heima hér?”
Maðurinn á akrinum svaraði honum varfærnislega að svo væri og
útskýrði fyrir honum hvernig hann ætti að fínna brúna og komast út á
hraðbrautina.
,,En ég hef ekki farið yfír neina brú,” maldaði ferðalangurinn 1
móinn.
Bóndi dró dálítið seiminn og sagði svo: , Jæja, ef þú hefur ekki farið
yfír neina brú, þá ertu alls ekki hérna og þarft engar áhyggjur að hafa.