Úrval - 01.09.1976, Síða 79

Úrval - 01.09.1976, Síða 79
KJARNORKUTILRA UNAAKURINN 77 að afkvæmi geisluðu jurtanna höfðu tilhneigingu til þess að mynda runna, en slíkt er mjög mikilvægt, svo að unnt sé að uppskera tómatana með hjálp véla. Þetta varð aðalmark- mið tilraunarinnar. Nú þegar er hægt að greina vissan árangur af þessum tómattilraunum. Þessi vilta jurt er orðin mjög vel hæf til ræktunar í stórum stíl á tómatökr- um, og hún er mjög heppileg fyrir uppskeru með hjálp véla. Hver teinungur endar í klasa, sem minnir á klasana á sólberjarunnum. Sumir runnarnir gáfú af sér 600—800 tómata, sem hafa góða mótstöðu gegn sjúkdómum. Þyngd einstakra tómata nær allt að 30 grömmum. Fræjum tómata, sem ræktaðir eru á þessum kjarnorkuakri, mun verða dreift meðal sovéskra jurtaræktunar- stöðva til frekari tilrauna þar. Annað tómatafbrigði, dvergtrébol- urinn, á einnig tilveru sína þessum gammageislaakri og þakka. Nú nær hann allt að 25 sentimetra hæð, en sú stærð hentar best til véluppskeru. Þessi hæfílega stærð náðist fram með geislun. Tilraunirnar á þessum kjarnorku- akri sýna hæfni gammageislunarinn- ar til þess að fá fram verðmæt, ný afbrigði af jurtum, sem em heppi- legar til hagnýts vals og hættulausar fyrir fólk. KRAFTAVERK AF VÖLDUM KJARNORKUNNAR. Shcherbakov sýndi okkur tvö bygg- öx, sem voru mjög ólík. En þau höfðu samt þróast af sama afbrigð- inu, Moskovsky-121. Það var geislun, sem hafði valdið því, hversu ólík þau voru. Með því að geisla jurtina á vissum þróunarstigum hennar tókst vísindamönnunum að framkalla lengri öx. Upphaflega hafði lengd axanna verið 9 sentimetrar að meðal- tali, en hún varð 14 sentimetrar hjá hinum geisluðu afbrigðum og hjá sumum einstaklingum allt að 17 sentimetrar, og voru miklu fleiri fræ í lengri öxunum. Ástæða er til að nefna aðra tilraun. Lorch-kartöflurnar hafa til að bera mikið næringargildi, en þær hafa litla mótstöðu gegn veirunni X. Nokkrar jurtanna voru geislaðar í nokkra daga, en aðrar fengu aftur á móti enga geislun. Niðurstaðan varð sú, að allar ógeisluðu jurtirnar smituðust af veiru þessari, en aðeins helmingur hinna geisluðu. Vísinda- menn eru nú að reyna að komast að ástæðunni fyrir þessu. Kjarnorkan er geysilega verðmætt tæki í höndum jurtaræktenda. Þess vegna hefur gammageislaakurinn orðið eins konar rannsóknarstofnun fyrir sovéska vísindamenn. Þar er vettvangur framvarðasveita á sviði vals hinna ýmsu einstaklinga og tegunda, einnar elstu vísindagreinar mannkynsins. ★
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.