Úrval - 01.09.1976, Side 89
87
ÞAÐ ÞARF TAUGAR TIL AÐ BÚA I RÖM
Annað leynivopn gegn skrifstofu-
bákninu og allri hinni óreiðunni er
hin altumvefjandi, ítalska fjölskylda,
sem samanstendur af ömmum og
öfum, frændum og frænkum, föður
og móðursystkinum og óteljandi
frænkum og frændum og hálffrænk-
um og hálffrændum. Þegar fram
kemur einhver vandi er skotið á
fjölskyldufundi og ættin reynir sam-
eiginlega að finna lausn. í þeim
kreppum sem skollið hafa á í kjölfar
óteljandi verkfalla sem þjá Róm, hef
ég af og til leitað hjálpar hjá konu
dyravarðarins, sem í gegnum mjög
stóra fjölskyldu getur útvegað og
bjargað næstum þvi'hverju sem er.
Eitt sunnudagskvöld þegar sjö gestir
komu óvænt í heimsókn til mín,
útvegaði hún fyrir utan allt annað
fimm punda nautasteik með öllu til-
heyrandi.
Þetta er kannski skýringin á því
hversvegna rómverjarnir mitt í öllum
þessum erfiðleikum virðast brosandi
og vel upplagðir. Jafnvel pirrandi
verkföllin — á ffugvellinum, hótel-
unum, hjá sorphreinsunarmönnum,
leigubílstjórum og ökumönnum
strætisvagnanna — hafa sínar björtu
hliðar. Því þau gefa möguleika á
einum frídegi aukalega eða svo.
(Rómverjar hafa 18 helgidaga á ári —
og þar við bætast svo heigar og
,,brýr” sem tengja helgidag í miðri
viku við næstu helgi á eftir.)
,,Taktu þessu rólega,” sagði vinur
minn við mig þegar járnsmiðurinn
sem ég skipti við stakk verkefninu
undir stólinn og tók sér aukafrídag.
,,Róm er Rom. Lykilorðið, vinur
minn er pazienza — þolinmæði.”
En þolinmæði þeirra sjálfra ristir
ekki alltaf djúpt. í kosningum
í júní 1975 snéru kjósendur í vígi
rómversk-kaþólskra að lokum baki
við kristilegum demókrötum, sem
höfðu verið við völd í 30 ár, og veittu
þar með kommúnistum meirihluta í
borgarstjórn.
Það fór hrollur um kristna menn
— alls staðar annarsstaðar en í Rom.
,,Hvað skeður nú?” spurði ég reynd-
an Rómarbúa, kunningja minn.
„Kæri vinur,” sagði hann með
þreytulegu brosi, ,,ef til vill ættum
við ekki að spyrja hvaða þýðingu það
gæti haft fyrir okkur heldur hvað
þeir hafí út úr því! ’ ’
Viðburðarrík og oft sorgleg saga
Rómar virkar samt sem áður róandi á
íbúana. ,,Þegar maður tilheyrir borg,
þar sem íbúarnir hafa verið þjakaðir
af hungursneyð og drepsóttum, elds-
voðum og flóðum,” sagði einn
íbúanna við mig, ,,lærir maður að
láta hverjum degi nægja sína þján-
ingu.” Þessvegna heldur Róm jafn-
væginu inn í frámtíðina sem snjail
Iínudansari með trúðabros upp á
debet og kredit — þvi eins og gömul
reynd sirkusrotta veit hún að hvað
sem skeður heldur sýningin áfram
— og lífið — sinn vanagang.