Úrval - 01.09.1976, Side 107
Á FF.Rfí MF.D KALLA
105
margir dugandi og góðir veiðimenn,
en mörgum sinnum fleiri eru þó of
feitir herramenn, vel bleyttir í viskíi
og vopnaðir aflmiklum rifflum. Þeir
skjóta á hvað sem hreyfist eða lítur út
fyrir að geta ef til vill hreyfst og
árangur þeirra í að skjóta_hver annan
gæti kannski bægt mannfjölgunar-
hættunni frá. Ef mannfallið væri
einskorðað við þessa fíra sjálfa væri
allt í lagi, en víg á kúm, grísum,
bændum, hundum og vegaskiltum
gerir haustið að hættulegum ferða-
ríma. Bóndi í New Yorkríki málaði
jorðið KÝR með stórum, hvítum
stöfum á hvítu kusuna sína, en hún
var skotin samt. í Wisconsin, þar sem
ég var nú á ferð, skaut veiðimaður
leiðsögumanninn sinn milli herða-
blaðanna. Dómarinn, sem kannaði
mál þessarar skyttu spurði: ,,Hélstu
að hann væri dádýr?”
, Já, ég hélt það.”
,,En þú varst ekki viss um að hann
væri dádýr?”
,Ja — nei, líklega ekki.”
Með allt þetta skyttirí í Maine var
mér auðvitað ekki rótt. Fjórir bílar
urðu fyrir skotum fyrsta dag veiðirím-
ans, en aðallega óttaðist ég um Kalla.
Ég veit að loðhundur er mjög líkur
dádýrsbukk í augum sumra þessara
meistarskyttna og ég varð að finna
leið til að vernda Kalla. Það endaði
með því að ég festi rauða bréfþurrku
við skottið á honum með teygju og
endurtiýjaði flaggið á hverjum degi,
og hann bar það alla leiðina vestur
meðan kúlurnar þutu allt í kringum
okkur.
En það er ekki nýtt þetta með
skyttiríið út í bláinn. Þegar ég var
strákur heima á búi foreldra minna
skammt frá Salinas í Kalíforníu
höfðum við kínverskan kokk sem
gerði sér bærilegan mat úr þessu. Á.
holti þarna skammt frá lá gamall
trjábolur og studdi sig við tvær
greinar, sína hvomm megin. Lee
veitti því athygli að þessi gráflekkótti
trjábolur var alsettur kúlnagötum.
Hann negldi tvö horn á annan enda
hans og kom svo hvergi nærri fyrr en
veiðitíminn var úti. Þá fór hann til og
kroppaði blýið úr gamla trjáboln-
um. Stundum fékk hann tuttugu og
fímm til þrjátíu kíló af blýi. Það gerði
hann ekki ríkan, en var góð viðbót
við launin. Eftir nokkur ár var búið
að skjóta tréð f tætlur og Lee lét þá
fíóra tunnusekki fulla af sandi í
staðinn í sömu hornin. Eftir það var
ennþá auðveldara fyrir hann að safna
saman uppskerunni. Ef hann hefði
sett upp fimmtíu svona gildrur hefði
hann orðið ríkur, en Lee var
auðmjúk sál og á móti fíöldafram-
leiðslu.
ÞAÐ VAR EINS og Maine væri
endalaus. Mér leið eins og Peary
hiýtur að hafa liðið þegar hann hélt
að hann væri að komast á norðurpól-
inn. En mig langaði að sjá Aroostook
Conty, hið víðárrumikla norður-
hérað Maine. Fjöldi fóllcs talað um
Aroostook Conty, en ég hafði aldrei
hitt neinn sem hafði komið þangað.