Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 109

Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 109
A FERD MED KALLA 107 Honum hlýtur að hafa verið brugðið. Hann svaraði ekki strax. ,,Ég vil komast heim. Ég bý hérna fyrir ofan.” Nú fann ég hvað þetta var allt asnalegt, fáránleiki og kjánaskapur í lögum. „Viltu kaffisopa, eða lögg í glas?” ,,Nei takk, það er orðið áiiðið. Ef þú tekur ljðsið framan úr mér ætla ég bara að halda áfram.” Ég slökkti á ljósinu og maðurinn hvarf, en rödd hans sagði á hlið við bílinn: „Meðal annarra orða — hvað ert þú að gera hér?” „Ég er í útilegu,” svaraði ég. „Ætla bara að sofa hér í nótt.” Og ég sofnaði um leið og ég lagðist á koddann. SUNNUDAGSMORGUNN I BORG í Vermont, síðasti dagur minn í Nýja Englandi. Ég rakaði mig, fór í jakkaföt, burstaði skóna og svipaðist um eftir kirkju. Ég hafnaði nokkrum af ástæðum sem ég hef gleymt, en þegar ég sá John Knox kirkju fór ég í hliðargötu og lagði Rósínant í hvarfi, sagði Kalla að passa bílinn og hélt virðulegur í fasi inn í mjallhvíta kirkjuna. Ég settist aftarlega. Bæn- irnar hittu beint í mark, beindu athygli guðs almáttugs að ákveðnum veikleikum og óguðlegum eiginleik- um sem ég vissi að ég hafði og gat aðeins vonað að ég ætti sameiginlegt með öðrum í söfnuðnum. Guðþjónustan gerði hjarta mínu og sál gott. Það var orðið langt síðan ég hafði heyrt þvílíka prédikun. Það er vanalegast núna, að minnsta kosti í stórborgunum, að heyra það af vörum sálfræðimenntaðs prestsins að syndir okkar séu í rauninni ekki syndir heldur eins konar slys, sem verða af orsökum, sem við höfum ekki á valdi okkar. Það var engin slík þvæla í þessari kirkju. Presturinn, maður úr járni með verkfærastál í augum og framsögn eins og loft- pressa byrjaði með bæn og fullvissaði okkur um, að við værum heidur lítilsverð hjörð. Og það var rétt hjá honum. Við vorum ekki mikilsverð í upphaft, og vegna okkar eigin athafna hafði okkur hrakað alla tíða síðan. Síðan, þegar hann var búinn að mýkja okkur ögn, hellti hann sér út í stórkostlega prédikun, reglu- legan eld og brennistein. Fyrst sannaði hann að við, eða kannski bara ég, værum hreint engir englar og útmálaði svo með kaldri sannfær- ingu hvað yrði um okkur ef við gerðum ekki grundvallar skipulags- breytingu, sem hann hafði ekki mikla trú á að við gerðum. Hann ræddi um Helvíti eins og sérfræð- ingur, ekki hið hálfvolga Helvíti vorra daga, heldur vel kynt rauðheitt Helvíti, þar sem kunnáttupúkar af fyrstu gráðu réðu ríkjum. Hann gerði okkur þetta vel skiljanlegt. góðan, blússandi kolaloga og nógan trekk og fjölda af djöflum sem Jögðu sig alla fram við vinnu sína, og vinna þeirra var ég. Mér fór að líða vel alls staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.