Úrval - 01.09.1976, Side 115

Úrval - 01.09.1976, Side 115
A FERD MEÐ KALLA 113 dagrenningu. Ég ætlaði á Ambassa- dor East hótelið, þar sem ég átti pantað herbergi, en eins og vanalega villtist ég. Loks fékk ég þá hugljóm- un að leigja leigubíl til að keyra á undan mér og auðvitað hafði ég þá farið svo að segja fram hjá hótelinu. Ef dyraverðinum og vikadrengnum hefur fundist ferðamáti minn óvana- legur, geymdu þeir það vandlega hjá sér. Rósínant var tekinn og settur í geymslu, en Kalli fór á snyrtistofu til að fá bað og klippingu og dvalarsað um hríð. Jafnvel á hans aldri er hann pjattaður og þykir gaman að vera fallegur, en þegar hann komst að því að hann átti að vera einn síns liðs í Chicago missti hann sitt venjulega jafnaðargeð og hljóðaði upp í reiði og örvæntingu. Ég lokaði eyrunum og flýtti mér inn á hótelið. Ég held að ég sé vel þekktur á Ambassador East og að sæmilega góðu, en það þarf ekki að eiga við þegar ég kem í krumpuðum veiði- galla, órakaður og óhreinn af ferða- krími og rauðeygur eftir hafa ekið mestan hluta næturinnar. Auðvitað átti ég frátekið herbergi, en það yrði ekki laust fyrr en um hádegi. Málið var vandlega skýrt fyrir mér frá sjónarmiði hótelsins. Ég skildi það og fyrirgaf stjórn þess. Málið var þannig fyrir mér að mig langaði að fá bað og rúm, en úr því það var ógerlegt ætlaði ég bara að setjast í stól þar í anddyrinu og sofa þar þangað til herbergið væri tilbúið. Ég sá hikið í augum mannsins. Meira að segja ég vissi að ég væri engin skreyting í glæsilegum af- greiðslusalarkynnum hótelsins. Hann kallaði á aðstoðarframkvæmdastjór- ann, kannski með hugskeyti, og við komumst að samkomulagi. Gestur einn hafði farið snemma til að ná í flugvél. Það var eftir að hreinsa herbergið hans og búa það undir komu næsta gests, en mér var velkomið að nota það þangað til mitt væri tilbúið. Þannig var vandinn leystur með skynsemi og þolinmæði, og hvor aðila fékk sitt fram — ég fékk tækifæri á heitu baði og blundi en hótelið losnaði við að hafa mig í afgreiðslusalnum. Herbergið hafði ekki verið snert síðan síðasti gestur fór. Ég lét fallast í góðan stól og byrjaði að draga af mér stígvélin og hafði meira að segja náð af mér öðru áður en ég fór að veita hlutunum athygli og síðan einum af öðrum. Á undraskömmum tíma gleymdi ég baðinu og blundinum og fann mig niðursokkinn í Einmana Harry. Dýr skilur eftir sig spor í bældu grasi, slóð og jafnvel spörð, en maður sem dvelur í herbergi um nótt skilur eftir sig skapgerð sína, ævisögu, síðustu viðburði og stundum fram- tíðaráætlanir og vonir. Ég held líka að lundernið síist inn í veggina og leki þaðan hægt til baka. Þetta gæti vei verið skýring á draugum og þess konar fyrirbærum. Þótt niðurstaða mín kunni að vera röng, held ég að ég sé næmur fyrir mannaslóðum. Og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.