Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 123
HALDIÐ YKKUR GRÖNNUM — TIL FRAMBUÐAR
121
diskinum þxnum vegna sveltandi
barna í Indlandi eða annars staðar.
Þú kannt enn að finna til sektar-
kenndar, þegar þú leifir einhverju,
og þessi kennd kann að leiða til
rangrar áthegðunar, því að það er
aðeins lítill stigsmunur á þvij að
manni finnist, að maður verði að
hreinsa allt af diskinum, og að maður
hesthúsi innihald heils konfektkassa
eða kexpakka.
Lærðu að áætla réttilega, hversu
svöng þú ert hverju sinni, og að
setja á diskinn þinn aðeins það magn
af hverri fæðutegund, sem þú
heldur, að þú þurfir. Bættu síðan
við smábita, svo að þú getir skilið
eftir smábita á diskinum þínum.
Þegar máltíðinni er lokið, skaltu
setja leifarnar í ruslafötuna. Þú mátt
alls ekki bjóða þær neinum öðmm.
Þetta kann að virðast sóun, en sú
sóun er lítil miðað við það matar-
magn, sem þú hefur sóað með því að
borða meira í iangan tíma en þú
þarfnast í raun og vem. Það hjálpar
ekki sveltandi börnum nokkurs staðar
að þú eyðileggir heilsu þína. Ef þetta
stríðir gegn samvisku þinni, skaltu
senda þeim þá upphæð, sem þú
munt endanlega spara vegna minni
matarkaupa.
7. NÚ SKALTU HRAÐA MEGRUN
ÞINNI.
Þú ættir aðeins að fást við þetta
síðasta stig meðhöndlunarinnar, ef
þú ert ennþá 15 pundum eða meira
yfir þvi marki, sem þú hefur sett þér,
þrátt fyrir að þú hafir náð valdi á
öllum kröfum meðhöndlunarinnar
hingað til. (Sé umframþunginn und-
ir 15 pundum, skaltu bara halda
áfram þeirri meðhöndlun, sem hefur
þegar verið lýst, og miða að eins
punds þungatapi á viku). Auk þess
að halda áfram að viðhafa allar þær
reglur, sem þegar hefur verið lýst,
skaltu þá einnig:
Hœtta að borða alla ábætisrétti
nema nýja ávexti. Hungur þitt í sæt-
indi hefur nú þegar líklega tekið að
minnka hvort eð er, og þú munt geta
borðað suma ábætisrétti, eftir að þú
hefur náð þínum rétta líkamsþunga.
En fyrst um sinn máttu ekki borða
neinar kökur, niðursoðna ávexti,
o.s.frv.
Fáðu þér aldrei viðbót. Þessi regla
er einnig til bráðabirgða, en þú gætir
samt með góðum árangri haft hlið-
sjón af þessari reglu síðar meir.
Útilokaðu upþáhaldsréttiþína. Þér
hættir enn til þess að borða meira
af þeim en af nokkrum öðrum
réttum. Ef þú hættir alveg við þá,
muntu borða minna — þar til þú
eignast aðra uppáhaldsrétti.
Notaðu salatdisk í stað venjulegs
matardisks. Skammtaðu þér svolítið
minni mat við máltíðir en áður, og
notaðu salatdisk fremur en disk af
venjulegri stærð. Þetta er sjónbragð
til þess að láta sér finnast minni
matarskammtur veita jafnmikla saðn-
ingu.