Úrval - 01.09.1976, Side 126

Úrval - 01.09.1976, Side 126
124 URVAL okkar — og við reyndum ekki fjarska mikið. Við gátum venjulega séð hvenær einhver var orðinn ástfang- inn, eða hafði gert eitthvað sem hann var hreykinn af eða skammaðist sín fyrir, hafði áhyggjur eða var að brjóta heilann um eitthvað, hvort hann var í sólskinsskapi eða niðurdreginn. Ef það sást ekki á svip hans, sagði hann frá því. Tilflnningarnar voru lifandi mál, sem héldu uppi sambandi milli okkar, ekki aðeins sem áhorfenda, heldur sem þátttakenda í endalausu sviðsverki. Vxsdómur tilfinninganna varð mér ekki ljós fyrr en síðar. Ég fór að vinna á vikublaði í smáborg sem aðstoðar maður og meðeigandi útgefandans, sem var farinn að eldast. Hann gaf mér frjálsar hefur til að endurskipu- leggja blaðið, og ég sökkti mér niður 1 það af ákefð. En eftir fáeinar vikur fór hann að finna að öllu, sem ég gerði. Þegar ég spurði pabba ráða, svaraði hann: ,,Ég veit ekkert um svona blaðastarf, en ég þekki gamla manninn. Ég hugsa honum finnist hann vera hefður út undan.” Þetta kvöld ræddi ég lengi við félaga minn. Það var varla minnst á blaðið. Þess í stað hlustaði ég á ævisögu hans og þegar ég fór skildi ég hann langtum betur, sömuleiðis samfélagið og sjálfan mig. Þau tvö ár, sem ég var á þessu blaði, gerði félagi minn ekkert eftir þetta annað en uppörva mig og veita mér stuðning. Síðan þá hefur reynslan kennt mér hvað eftir annað, að leyndardómur- inn að komast af við fólk er að skilja hvað því líður, og gefa því til kynna, að maður viti það. Þegar einhver er ruddalegur og karpsamur, er það oft tilraun til að segja: ,,Taktu tillit til tilflnninga minna.” Og þegar við segjum um einhvern: ,,Hann skilur mig” — erum við raunverulega að segja; , ,Hann skilur hvað mér líður. ’ ’ Skilningur á tilfinningum annarra er manninum mjög eðlilegur, bara ef hann fær að ráða. Ég sá þess einmitt dæmi einn vordag eftir sirkuss'ýn- ingu, þegar ég gekk fram hjá hópi lítilla barna sem biðu á strætisvagna- biðstöð, hvert um sig með litskæra blöðru í bandi. Meðan ég horfði á hópinn missti einn fjögurra ára snáðinn takið á rauðu blöðrunni sinn og andlit hans krumpaðist- í sorg yflr blöðrumissinum. Um leið sá sá, sem næstur honum stóð, hvað honum leið, og þegar í stað rétti hann út handlegginn — og sleppti sinni blöðru. Innan sekúndna svifu tugir blaðra upp í loftið og litli snáðinn hló með hinum að þessari sjón — með táradropana enn glitrandi á kinn- unum. Það er ekki erfitt að finna það „rétta” til að gera undir erflðum kringumstæðum, ef maður hleypv tilfinningum annarra að sér og gerir sér grein fyrir sínum eigin. Fyrir nokkru varð presturinn okkar að flytja foreldrum 12 ára gamals drengs þungar fréttir: Sonur þeirra hafði drukknað í skólaferðalagi. Seinna sögðu foreldrarnir: ,,Séra Allen
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.