Úrval - 01.09.1976, Side 127

Úrval - 01.09.1976, Side 127
LÁTTU TILFINNINGARNAR RÁÐA 125 prédikaði ekki eða reyndi að hugga okkur. Hann brast í grát og grét með okkur. Við munum alltaf muna honum það.” Hamingjan vex líka við að deila henni með öðrum. ,,Er þetta ekki dásamlegur dagur?” sagði konan mín einu sinni við afgreiðslustúlku, sem raulaði við starf sitt og var greinilega hjartans glöð yflr ein- hverju. ,Ja, hvort hann er!” hálf hrópaði stúlkan — og svo ruddi hún úr sér þeim fréttum að hún væri alveg nýtrúlofuð. ,,Mig langaði svo endi- lega að segja einhverjum það,” sagði hún. ,,Það gerir það svo miklu raunverulegra.” ,,Mig langar til þess” — Þetta er heimsins besta ástæða til að hlægja, sýna örlæti eða fagna einhverju. Og þannig má einmitt lýsa því, hvernig liggur á okkur — okkur „langar til þess.” Hvers vegna þá að berjast á móti? Mismunandi tilfinningaástand er eins og ljósin í leikhúsinu, hvort tveggja hjálpar okkur til að sjá líflð frá mörgum hliðum. ,,Ég held að sköpun stjórnist af tilfinninga- ástandi,” sagði Charlie Chaplin ein- hvern tíma. Þegar maður er þung- lyndur, uppgötvar maður ýmislegt, sem ferfram hjá manni á gleðistund- um. Stundum útilokar maður alla truflun og einbeitir sér að djúpum þönkum. Þegar söknuðurinn grípur mann nýtur maður liðinna atburða og finnur tilgang, sem áður hafði farið fyrir ofan garð og neðan. Við vantreystum tilfinningunum af því þær eru breytilegar. Samt er einmitt þetta flökt þeirra öruggasti vitnisburðurinn um heilbrigða skap- gerð. Það er þegar við finnum ekki til neinna skapbrigða, sem við ættum að hafa áhyggjur. Að láta reka gegnum líflð í einu og sama skapinu, hvort heldur það er glatt eða fúlt, er líkt og að reyna að spila á básúnu með brotnum sleða. Hamingjan er í sjálfu sér aðeins skapbrigði, tilfinningaástand, og við hana er fjarska fátt rökrænt. Dýrðleg- ar stundir gleði eða einskærrar vellíðunar dembast yflr okkur við og við, fyrirvaralaust, eins og gripnar úr lausu lofti, fögnuður kemur utan úr buskanum. Þetta gerðist heima hjá okkur einn venjulegan laugardags- morgun, þar sem við hjónin sátum í borðstofunni og lásum blöðin yflr seinni kaffibollanum. í útvarpinu var lokið við að lesa fréttir og í staðinn farið að leika tónlist, og fyrr en varði titraði loftið með Mozartlögum. Við risum úr sætum án þess að segja aukatekið orð, hneygðum okkur hvort fyrir öðru og fórum að þykjast dansa menúett. Börnin okkar komu inn í stofuna, horfðu á okkur með spurn í augum — og fóru svo líka að dansa. Slíkar stundir sameiginlegra skap- brigða eru ófyrirsjáanlegar og líða hratt. En þær liggja í loftinu á eftir. Fyrir mörgum árum leit vörður á Louvresafninu í París á ungt par og sagði svo við mig: „Þetta er dásam- legur staður til að verða ástfanginn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.