Úrval - 01.03.1982, Side 30

Úrval - 01.03.1982, Side 30
28 ÚRVAL skærum við tvær aðrar skæru- hreyfingar sem einnig börðust fyrir sjálfstæði Angola: ESILA Robertos, sem var hægri sinnuð og naut stuðnings Bandaríkjanna, og „Movement for the Liberation of Angola” (MPLA) Agostinho Neto en fékk stuðning frá Sovétríkjunum, Kúbu og Austur-Þýskalandi. Sumarið 1974 hóf Savimbi viðræður við þá Neto og Roberto. Tilgangur hans var að fá þessar þrjár andspyrnuhreyfingar til að starfa saman að samningi við Portúgal. Ætlast var til að þessir þrír flokkar skiptu með sér völdum og verk- efnum og yrðu síðan haldnar kosningar fyrir 11. nóvember 1975. Þann dag skyldi landið öðlast sjálfstæði. MPLA hafði þó ekki hugsað sér að taka þátt í þessum kosningum þar eð fylgismenn hreyfingarinnar vissu að þeir myndu tapa. í ágúst settu þeir því vörð um yfirmenn FNLA og UNITA og stóð þetta varðhald í ellefú klukkustundir. Um leið og rúmlega 100.000 Portúgalir flúðu landið komu kúbanskar liðssveitir og rússneskir „ráðunautar” og vopn streymdu inn í höfuðborgina, Luanda. Þegar lýðræðisdagurinn rann upp var Luanda undir stjórn MPLA og allt logaði í óeirðum í Angola. Portúgalir drógu sig 1 hlé og MPLA hafði höfuðborgina á sínu valdi. Hvorki Roberto né Savimbi voru reiðubúnir til að sætta sig við þessa framvindu mála. Savimbi kom frá suðurhluta landsins og naut aðstoðar 1200 suður-afrískra hermanna. Hann stöðvaðist 240 km frá Luanda. Roberto kom með lið sitt úr norðri og var aðeins í 35 km fjarlægð frá Luanda. 12.000 kúbanskir hermenn, vel vopnum búnir, gerðu gagnárás, tvístruðu herafla Robertos og stöðvuðu suður-afrísku UNITA- hermennina á leið sinni til borgarinnar. Samtímis neitaði Bandaríkjastjórn, sem ekki var búin að ná sér á strik eftir fall Saigon árið áður, að auka aðstoð sína við Roberto eða Savimbi í baráttunni gegn kommúnistum. Roberto var fljótlega úr sögunni og eftir að Suður-Afríku- menn höfðu dregið herafla sinn til baka í janúar stóð Savimbi eftir einn síns liðs og varð hann að horfast einn í augu við máttug öfl kommúnista. Þegar höfúðborg Savimbi, Huambo, féll x hendur Kúbumanna í febrúar 1976 hörfaði hann með lið sitt inn í skóginn og hét því að berjast áfram, þiggja þá hjálp er kynni að bjóðast en berjast einn ef nauðsyn krefði. Enginn dans á rósum í dag er þetta einmitt hlutskipti Savimbi. Ekki hefur eitt einasta gramm af zambískum kopar verið flutt eftir hinni 1340 kílómetra löngu Benguela-járnbraut gegnum Angola að ströndum Atlantshafsins síðan landið varð sjálfstætt. Savimbi kveðst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.