Úrval - 01.03.1982, Side 33

Úrval - 01.03.1982, Side 33
ÞAR SEM VESTRIÐ GETUR SIGRAD 31 mánuði fylgdu fleiri símtöl yfír Atlantshafið og svo að lokum stefnu- mót við Chitunda í Washington. Vandamálið var að finna sem heppi- legastan tíma og flugvél sem smyglað gæti mér fram hjá rússnesku MIG flugvélunum inn á yfirráðasvæði Savimbi í Angola. Loksins, 10. september 1980, var mér sagt að fljúga til höfuðborgar Afríkuríkis í grennd við Angola. Þar fór ég síðan um borð í ómerkta DC-4 vél sem gefið hafði rangar upp- lýsingar um flug til afrískrar borgar nálægt landamærum Angola. Sjö tímum seinna lentum við á moldarvelli þar sem Angólabúar stóðu 1 röðum, brosandi og veifandi Kalasjiníkofrifflum sínum. Ég var kominn inn í konungsríki Jonasar Savimbi. Savimbi og menn hans lifa einföldu og fábrotnu lífí undir berum himni. Fæði þeirra samanstendur af korni eða cassava-hveiti sem einstaka sinnum er bætt með hvítkáli eða villi- hunangi. Strákofar eru bústaðir hermannanna og fjölskyldna þeirra. Þegar þeir eru fjarri heimilum sínum sofa þeir undir skýlum eða striga- ræmum og róta upp jörðinni svo hún verði mýkri að sofa á. Takmarkið er frelsi, bæði hvað Kúbani og MPLA varðar. Sumarið 1980 höfðu UNITA-menn náð stórum hluta Cuando Cubango- svæðisins á sitt vald, valdið Kúbu- mönnum ómældu tjóni og hrakið þá aftur inn í borgirnar. Næstu áætlanir Savimbi á þessu svæði voru þær að ná Mavinga á sitt vald en 1100 stjórnar- hermenn voru í bænum. í tíu daga samfleytt læddust þrjár UNITA-herdeildir — 1400 manns — í gegnum skóginn með 81 mm fall- byssu, kínverskar bazookur, 75 mm fallbyssur og tvær herteknar 122 mm eldflaugaskutlur. Síðan umkringdu þær bæinn. Tíu njósnarar héldu inn í Mavinga, klæddir stolnum einkennisbúningum stjórnarher- manna, og sneru aftur með upp- lýsingar um hverja einustu fallbyssu í bænum. Skæruliðarnir biðu síðan átekta þar til birgðir af matvælum, lyfjum og vopnum voru komnar til bæjarins en það var þann 18. september. — Savimbi vildi tryggja sér að öll búr í þorpinu væru full þegar hann gerði innrás sína. Loksins, klukkan 05 19- september, hófu stórskotaliðsmenn UNITA árás sína. Stjórnarhermenn reyndu að svara henni en vopn þeirra þögnuðu fljótlega. Þá ráku UNITA- hermennirnir upp hið hræðilega stríðsöskur sitt, kvasja! (áfram!) og réðust inn í Mavinga. Eftir eina klukkustund var allt um garð gengið. Fengurinn var góður á mælikvarða skæruliða: fjórtán 14,7 mm byssur, fimm 81 mm stórar fall- byssur, fímm SAM 7 flugskeyti, rúm- lega 300 rifflar, 12 vörubílar, þúsundir skotfærarúlla, nokkur tonn af mætvælum, lyfjum, fatnaði og öðrum vörum. Vörubílar UNITA komu á staðinn og sóttu birgðirnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.