Úrval - 01.03.1982, Page 34
32
ÚRVAL
Herdeildir Savimbi drógu sig síðan
í hlé, földu sig fyrir utan bæinn og
biðu eftir gagnáxás stjórnarinnar sem
þó aldrei kom. Ein rússnesk flugvél
birtist sem snöggvast daginn eftir,
kastaði tveimur sprengjum á rústir
bæjarins og sneri síðan aftur.
Stjórnvöld tapa
Herlið Savimbi er vel agað, mjög
áhugasamt og sæmilega bú ð.
Savimbi þarf ekki á erlendu herliði a
halda og hann þarfnast ekki ráðgjafa.
Þegar tekið er tillit til þeirra fjármuna
sem hann fær frá íhaldssömum og
frjálslyndum afrískum og arabiskum
ríkjum á hann ekki í neinum fjár-
hagsörðugleikum.
Það sem hann þarfnast til að geta
þjarmað að Rússum og Kúbu-
mönnum er öruggur aðgangur að
nýtísku vopnum ásamt nauðsyn-
legum vopnavarahlutum og þjálfun í
meðferð þeirra.
I skæruhernaði er um tvennt að
ræða: stjórnin er að tapa eða vinna.
Hin marxíska stjórn Angola sigrar
“kki skæruliðana og Savimbi hefúr
vr og sannað þau 15 ár sem hann
efur dvalið í skógunum að hann
f|ar ekki að láta henni sigur í té.
írskur betlari sat á gangstéttinni og reyndi með fagurgala að hafa
áhrif á vegfarendur. Þegar hann sá vel klætt par nálgast sagði hann:
,,Megi hinn guðdómlegi, himneski, blessaði, sá sem flytur gleði og
fögnuð, ást og ríkidæmi og hvers kyns hamingju, elta ykkur alla
lífsins daga.” Þegar fólkið stikaði fram hjá betlaranum, hrópaði
hann á eftir því: , ,Án þess nokkurn ríma að ná ykkur!
-JP
Þurrasti staður á jarðríki er í Atacama-eyðimörkinni í Chile þar sem
úrkoman er varla mælanleg. I Calama, sem er borg úti í eyði-
mörkinni, hefur úrkoma aldrei mælst.
— N.G.
Golfsamband Malaysíu tiikynnti að það hefði ráðið til sín
galdramann til að halda regni frá fjögurra daga opnu golfmóti sem
fram átti að fara í Kuala Lumpur.
Galdramanninum tókst verkið. Víða í borginni hellirigndi þessa
fjóra daga sem mótið stóð en ekki einn einasti dropi féll á golf-
brautirnar fyrr en mótinu var lokið. _ A.P.