Úrval - 01.03.1982, Síða 36

Úrval - 01.03.1982, Síða 36
ÚRVAL 34 arfgengum sjúkdómum — og senn hvað líður getur þessi tækni orðið til þess að hægt verði að framleiða interferon í stórum stíl í baráttunni gegn margvíslegri sýkingu. En þessi stórstíga þróun á sviði rannsókna — og hagnýting niðurstaðanna í iðnaði — hefur þó ekki orðið til þess að menn gleymdu því að þessar tækni- nýjungar litu fyrst dagsins ljós fyrir einum áratug eða svo og vöktu þá miklar deilur. Menn létu í ljós ótta um að einn góðan veðurdag gæti þetta fitl við DNA orðið til þess að framleiða banvænar örverur sem gætu „sprengt utan af sér” rann- sóknarstofurnar og leitt hörmungar nýrra sjúkdóma yfir mannkynið. Meira að segja vísindamennirnir sjálfir voru áhyggjufullir og ákváðu um stund að hætta tilraunum með genasplæsinguárið 1974. Það var ekki ákveðið að halda þeim áfram fyrr en vísindamenn höfðu komið sér saman um strangar starfsreglur, þar á meðal bann við rannsóknum á bakteríum sem ónæmar eru fyrir fúkalyfjum eða eru á annan hátt stórhættulegar nema því aðeins að þessar rannsóknir fari fram á sérstaklega einangruðum rannsóknarstofum. Hver uppgötvunin hefur rekið aðra undanfarin fimm ár og flestir vísinda- menn á þessu sviði telja að tækniað- ferðirnar sem beitt er séu öruggar. Sumir óttast þó að þegar farið verður að beita þessum tækninýjungum í iðnaði geti það orðið til þess að öryggisreglum verði ekki fylgt sem skyldi, enda starfí þá við fram- leiðsluna þúsundir nýrra og lítt reyndra starfsmanna. ,,DNA-endurröðunin hefur leitt svo margt af sér í undirstöðu- rannsóknum og á sviði framleiðslu seljanlegra vara að dregið hefur verið úr öryggisráðstöfunum,” segir erfða- fræðingurinn Jonathan Beckwith við læknaskólann í Harvard. Uppfinningar í Kaliforníu snemma á áttunda áratugnum hafa leitt til þess að nú er nánast hægt að gera erfðafræðileg kraftaverk. Vísinda- menn vissu að erfðaeiginleikar plantna og dýra stjórnast af löngum mólikúlakeðjum sem kallaðar eru DNA (deoxyribonucleic acid — á íslensku DKS deoxyríbósakjarnasýra) og er að finna í sérhverjum frumu- kjarna. En jafnvel eftir að vísinda- mennirnir höfðu leyst þann efna- fræðilega „dulmálslykil” sem DNA notar til þess að gefa erfðafræðileg fyrirmæli sín virtist enn ókleift að stjórna eða hafa áhrif á hin einstöku erfðagen. DNA-mólikúl lítur út eins og langur hrukkóttur tölvustrimill og genið er aðeins örsmá stjórnstöð eða fyrirskipun á þessum strimli. DNA- strimlarnir í einni einustu frumu í mannslíkamanum yrðu nokkur fet á lengd ef úr þeim væri teygt. En þar sem þeir eru þjappaðir saman í frumukjarnanum eru þeir svo örsmáir að þá er varla hægt að greina í smásjá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.