Úrval - 01.03.1982, Page 38
56
ÚRVAL
hringinn, komið þar fyrir geni úr
manni og stungið svo hringnum aftur
inn í bakteríuna. Bakteríum fjölgar
ört. Eftir fáeinar klukkustundir skipta
þær þúsundum og hver og ein inni-
heldur mannsgenið og sömuleiðis
það sem genið gefur af sér. Þegar
vísindamaður stingur mannsgeni,
sem framleiðir insúlín, í DNA-hring
myndast þúsundir örvera og hver og
ein erthlaðin insúlíni. Þannig var
skyndilega hægt á nýjan hátt að fram-
leiða dýrmætt hormón sem fram til
þessa hafði verið unnið úr svínum,
kindum og nautgripum.
Gerlaræktunarstöðvar
Nú þegar hefur mikill árangur
náðst í ígræðslu mannsgena í
bakteríur (og nú alveg nýlega í
gerfrumur) sem geta framleitt margs
konar lífræn efni (biohemicals). Nú
er svo komið að hundruð rann-
sóknarstofa um allan heim hafa
breyst í gerlaræktunarstöðvar,
aðallega í rannsóknarlegum tilgangi,
en sums staðar þó til þess að
framleiða dýrmæt lækningalyf.
Dæmi um það eru:
Endorphin, taugaboðefni sem
kallað er morfín heilans sjálfs. ■
Rannsóknir voru erfiðleikum
bundnar vegna þess að erfitt er að
framleiða þetta efni. Nú segja
vísindamenn við University of Cali-
fornia í San Francisco að beta-
endorphin eigi senn að verða til í
miklum mæli til endanlegra rann-
sókna vegna þess að hægt sé að nota
bakteríur við fjöldaframleiðslu þess.
Efni þetta getur orðið mjög gagnlegt
við meðferð geðklofa eða þeirra sem
þjást af þunglyndi og sársauka.
Vaxtarhormón manna handa
börnum sem eru dvergar. Þetta
hormón er sjaldgæft og dýrt vegna
þess að fram til þessa hefur það
einungis fengist úr heiladinglum
látinna manna. Efni þarf að vinna úr
50 heiladinglum svo nægur
skammtur fáist handa einu barni í
eitt ár.
Interferon, eggjahvítuefni sem
líkaminn framleiðir sem svar við
vírussýkingu. Nú framleiða
vísindamenn interferon fyrir sem
svarar 80 krónur grammið. Þar sem
talið er að efnið kunni að geta læknað
krabbamein er það notað í tilrauna-
skyni við fáeina slíka sjúklinga.
Árlegur kostnaður á sjúkling nemur
240 þúsund krónum. Svo getur farið
að hægt verði að framleiða interferon
í stórum stíl vegna þess að vísinda-
mönnum í Sviss hefur tekist að nota
bakteríur til þess að framleiða
próteínið.
Þar við bætist svo að lögð hefur verið
mikil áhersla á að reyna að nota
endurraðað DNA í baráttunni við
sykursýkina. í Bandaríkjunum verða
1,8 milljónir manna að treysta á dýra-
insúlín til þess að halda sykursýki
sinni í skefjum. Sérfræðingar hafa
lengi leitað að ódýrara og
auðfengnara efni í þessum tilgangi.
Skömmu fyrir 1980 hófu vrsinda-