Úrval - 01.03.1982, Page 42
40
ÚRVAL
Þrátt fyrir ánægjuna vissi hann að hættan var á nœsta
leiti. Og allt of fljótt og skyndilega kom dauðinn, og
það aftur og aftur.
ER FJALLAKLIFRIÐ
ÁHÆTTUNNAR VIRÐI?
- David Roberts -
*****
*
*
*
*
Þ
etta gerðist snemma í júlí
og dagurinn var vel til
þess fallinn að eyða
honum í fjallaklifur.
Svalur andblær frá há-
sléttunni ofan við Boulder bar furu-
ilminn með sér upp að kletta-
syllunum í Flatirons, einum vin-
sælasta klettaklifurstaðnum í
Colorado.
Það var árið 1961. Ég var 18 ára og
hafði stundað fjallgöngur og klifur í
um það bil eitt ár og Gabe heldur
skemur. Við vorum komnir um 180
metra upp eða þrjá fjórðu leiðarinnar
upp á brún First Flatiron. Allt hafði
gengið vel þrátt fyrir að erfiðlega
gengi að fínna staði til þess að reka
inn fleygana.
Það var ánægjulegt að vera nú að
klifra. Klifrið var eitt af því besta,
kannski það allra besta í lífínu.
Áhættan var nokkur en ég vissi að það
var áhættunnar virði. '
Gabe stjórnaði ferðinni þessa
stundina. Hann fíkraði sig áfram upp
á við og til hægri en gat hvergi rekið
fleygana í bergið. Hann hvarf sjónum
mínum fyrir klettanef. Ég beið. Línan
hreyfðist ekki. ,,Hvað er að gerast?”
kallaði ég loks. ,,Bíddu rólegur,”
svaraði Gabe óþolinmóður, ,,ég er að
leita að festingu. ’ ’
Vinátta okkar hófst í barnaskóla.