Úrval - 01.03.1982, Síða 48
46
ÚRVAL
þess á milli heilann um það hvað
komið hefði fyrir. Loks komu Don
og Matt og ég varð að segja þeim hvað
hafði gerst. Síðasta spölinn niður
klifruðum við í kafaldsbyl og aldrei,
hvorki fyrr sé síðar, hef ég klifrað við
jafnóhugnaniegar og ógnvekjandi
aðstæður og þá.
Viku síðar flaug ég til Fíladelfíu
þar sem ég dvaldist í þrjá daga hjá
foreldrum Eds. Þar skynjaði ég svo
mikla sorg að hún var mér nær
óskiljanleg. Þetta var sorg foreldra og
mér varð ljóst að hún átti lítið eftir að
minnka þótt árin liðu. Mér stóð ógn
af þessari sorg. Hún varð til þess að ég
fann til sektar. Ég minntist fyrstu
hvíldarinnar sem við höfðum fengið
okkur eftir að við komumst á tindinn
og þegar við höfðum farið nákvæm-
lega yfir þetta mikla afrek okkar og
sigur. Þá sagði Ed að víst hefði þetta
verið stórkostlegt en hann væri þó
ekki viss um að það hefði verið
ómaksins vert.
Nú gat ég ekki hætt að hugsa um
orð Eds. Við höfðum verið hetjur
hans. Við höfðum beðið hann að
koma með okkur. Höfðum við gert
rétt þó að svo hefði virst í það skiptið?
Ég velti þessu fyrir mér nú.
Ég fór aftur til Denver þar sem ég
ætlaði að hefja framhaldsnám. I
annað skipti í lífínu velti ég því fyrir
mér í alvöru hvort ég ætti að hætta
klifrinu. Ég var 22 ára gamall og
hafði orðið vitni að þremur bana-
slysum þar sem fjórir menn höfðu
látið líflð. Bréfin frá föður Eds og
örvæntingin sem ég hafði séð í svip
hans minntu mig stöðugt á
spurninguna: ,,Er þetta áhættunnar
virði?” Og um leið minnti það mig á
að þeirri spurningu gat enginn svarað
með því einu að ráðgast við sjálfan
sig.
SUMAR EFTIR SUMAR fór ég til
Alaska og klifraði af kappi en þó
aldrei af jafnmiklum áhuga og fyrr
hafði verið. Ein af ástæðunum var sú
að nú var ég kvæntur. Skyndilega
skýtur svo gamla spurningin upp
kollinum: ,,Er þetta áhættunnar
virði?” Ég reyni að svara
spurningunni, sem mér finnst í raun
hlægileg, en endirinn verður alltaf sá
að ég svara henni játandi, hversu
eigingjarnt sem það kann að sýnast.
Sumt það skelfilegasta sem ég hef
lent í hefur átt sér stað á fjöllum.
Ekki eru það aðeins dagarnir sem ég
var einn á Huntington eftir að Ed
hvarf — heldur líka hljóðlátari
stundir sem tilheyra ævintýrasnauðari
ferðum. Þá hef ég reynt að blunda
síðustu klukkustundirnar fyrir dag-
renningu á undan erflðu klifri. Ég hef
verið stífur af ótta og reynt að halda
utan um sjálfan mig og minn veik-
byggða líkama þangað til hrædda
barnið í svefnpokanum mínum er
farið að biðja guð um vont veður og
eins dags frest.
Samt sem áður hef ég hvergi í
heiminum, ekki einu sinni þegar ég
hef notið endurgoldinnar ástar,
fundið til jafnsannrar hamingju. Hún