Úrval - 01.03.1982, Qupperneq 49
47
ER FJALLAKLIFRIÐ ÁHÆTTUNNAR VIRDI?
hefur líkt og tekið mig og hrist eins
og lítinn hvolp og neytt mig og sam-
ferðamennina, sem með mér hafa
náð tindinum, til þess að hreykja
okkur hátt á tind þegar baráttan er að
baki og æpa sigri hrósandi mót
himninum:
Það var þess virði.
Þegar hinn aðlaði yfirmaður breska flotans, sir Terence Lewin, var
fyrir nokkru viðstaddur hina árlegu knattspyrnukeppni milli hersins
og flotans lenti hann á tali við einn af liðsforingjum hersins og
samtalið beindist að þessari sérstæðu samkeppni sem alltaf hefur
verið milli hersins og flotans. Meðan annars útskýrði sir Terence
þannig fyrir herliðsforingjanum hvernig maður færi að því að greina
muninn á þessum tveim liðum: „Leikmenn hersins em í rauðum
búningi til þess að ekki sé hægt að sjá ef þeim blæðir. Af sömu
ástæðu em leikmenn flotans í bláum búningi. ’ ’
Tap eða tvöfalt
Ungur, vel klæddur maður kom nýlega í spilavítið Horseshoe Club í
Las Vegas og hafði meðferðis tvær stórar ferðatöskur. Önnur var tóm.
í hinni vom 777.000 dollarar í reiðufé. Hann keypti 1.554.500
dollara spilapeninga, gekk að borði þar sem kvenmaður stjórnaði
teningunum, sýndi henni spilapeningana og sagði: ,,Ég legg þetta
allt á tap eða tvöfalt. ' ’
Samkvæmt reglunum myndi spilabankinn vinna ef hún fengi í
fyrsta kasti sjö eða ellefu. Ef hún fengi tvo, þrjá eða tólf myndi hún
tapa. En hvað annað sem upp kæmi þýddi að hún mátti kasta
teningunum áfram þar til eitthvað af þessum tölum kæmi upp eða þá
sjö.
Hún fékk sex, það var bankanum í hag, og ef ungi maðurinn átti
að eiga von um að vinna yrði hún að fá fímm áður en hún fengi aftur
sex. Hún kastaði teningunum. Níu. Hún kastaði aftur. Sjö!
,,Sjöið tapar,” tilkynnti bankastjórinn. „Borgið viðskipta-
vininum.”
Ungi maðurinn safnaði í rólegheitum saman spilapeningunum
sínum og fór með þá til gjaldkerans þar sem hann fékk 1.554.500 í
reiðufé sem hann raðaði niður í ferðatöskurnar. Stjórnandi spila-
vítisins fylgdi honum út að bílnum hans. Þá sagði ungi maðurinn:
„Þessi bannsetta verðbólga gerir peningana manns minna og minna
virði og því sagði ég við sjálfan mig að ég gæti alveg eins tapað þessu
eða tvöfaldað.”
Og með það ók hann sína leið út í nóttina.