Úrval - 01.03.1982, Side 54
52
ÚRVAL
kúlusveppum að gylturnar verða að
leita langt yfir skammt,” sagði
Marcelle frænka. ,,Þær þreytast og
missa áhugann.” Hún bætti því við
að hundar væru líka gætnari og
skemmdu ræturnar síður.
Félag franskra kúlusvepparæktenda
ætlar að bæta sér upp skaðann með
því að planta allt að fjögur þúsund
ekrum af eik og hesliviði árlega næstu
50 til 70 árin svo að ársframleiðsla
Frakka geti orðið 500 tonn.
Þessi tré er tíu til fimmtán ár að
vaxa og það er margt annað sem gefa
verður gaum: vætusöm tíð, veiði-
þjófar, afætur og breytilegur vöxtur
kúlusveppanna sjálfra.
Flokkur manna undir stjórn Jean
Grente, forstjóra landbúnaðar--
rannsóknarstofnunar franska ríkisins í
Clermont-Ferrand, hefur fljótlegri
lausn því að þar telja menn eftir tólf
ára rannsóknir að þeim hafi tekist að
rækta kúlusveppi. Þeir sprauta
upplausn sveppagróa í rætur ungra
eika og heslitrjáa og hafa trén síðan í
gerilsneyddum jarðvegi í nokkra
mánuði áður en þau eru sett á sinn
stað.
Þrem og hálfu ári eftir að Grente
og félagar höfðu sprautað í rætur
ungra trjáa uppskáru þeir 20 stóra
kúlusveppi árið 1977. ,,Það var
enginn bragðmunur á okkar sveppum
og þeim náttúmlegu,” segir Grente.
Matvælaiðnaðurinn gerir sér góðar
vonir um að innan fimm til tlu ára
verði afrakstur þessarar sveppa-
ræktunar meiri en hinnar eðlilegu.
Á meðan slást menn um
kúlusveppina og stóru matvælafram-
leiðendurnir, eins og 144 ára gamla
Delpeyrat-fyrirtækið í Sarlat, nota allt
að 25 tonn á ári en af því þarf að flytja
mikið inn frá Ítalíu og Spáni.
Einn daginn fórum við Raymond í
ferð um Delpeyrat-verksmiðjuna með
verkstjóra þar. Hún er í gömlu
klaustri. I einu herberginu sáum við
hvernig kúlusveppirnir eru þvegnir 1
uppsprettuvatni, burstaðir í
höndunum, suðan látin koma upp á
þeim í risastómm pottum og þeir
síðan settir í lofttæmdar umbúðir til
að sendast úr landi, jafnvel til
Argentínu. Skammt frá var maður
með hvíta kokkahúfu að skera
sveppina í næfurþunnar sneiðar.
Konur í eldhúsunum við hliðina
notuðu sneiðarnar til að skreyta
sælkeramat, svo sem fasana, akur-
hænur, lúðu úr Norðursjónum eða
gæsa- eða andalifrarkæfu.
Menn kynnast best leyndardómi
kúlusveppsins á mörkuðunum.
Ilminn lagði fyrir vit mér þegar. ég
kom á markaðinn í Lalbenque'
nálægt Cahors, en hvergi sá ég kúlu-
sveppi á grænmetispöllunum.
Jean Corot, einn þeirra sem selur
kúlusveppi, hafði sagt mér að þeir
væm svo dýrir að enginn Frakki hefði
þá liggjandi á glámbekk á
markaðinum. ,,Hann hefur þá í
strigapoka eða felur þá undir eggjum
íkörfunni,” sagðijean. ,,Hann virðir
kaupandann vel fyrir sér áður en
hann sýnir vömna. ’ ’