Úrval - 01.03.1982, Page 61

Úrval - 01.03.1982, Page 61
SAKLEYSl BERNSKUNNAR KVATT 59 en voru tregir til að leggja hömlur á myndagláp þeirra. Á sínum tíma var komið á laggirnar eftirlitskerfi, þannig að börn yngri en 17 ára mega ekki sjá myndir sem merktar eru X og aðeins fara í fylgd með fullorðnum á myndir merktar R. Myndir merktar G eru fyrir alla en foreldrum var ráðlagt að leiðbeina börnum sínum varðandi myndir merktar PG. En í sjálfu kerfinu felst engin vörn. Börn komast á myndir merktar X og R ýmist með því að þykjast vera í för með ókunnugu fólki eða vegna þess hve eftirlit kvikmyndahúsanna er slakt. Börnin kynnast heimi fullorðna fólksins ekki aðeins gegnum bækur, sjónvarp og kvikmyndir. Dyrnar milli bernsku og fullorðinsára, sem eitt sinn voru harðlokaðar, hafa verið opnaðar í hálfa gátt á heimilunum. „Þegar ég var lítil stúlka hafði ég litla hugmynd um hvað fullorðna fólkið hugsaði,” segir kona nokkur sem hefur alið einsömul upp tvær dætur sínar. ,,Núna fylgjast krakkarnir mínir með öllu sem ég geri. I fyrsta skipti sem karlmaður gisti hjá mér eftir skilnaðinn óttaðist ég viðbrögð þeirra. Ég fór snemma á fætur, lokaði svefnherbergisdyrunum á eftir mér og fór inn í eldhús að taka til morgunmatinn. Átta ára dóttir mín kom inn þegar ég var að baka pönnukökur. „Mamma, vissirðu að það er maður í rúminu þínu ? ’ ’ spurði hún mjög fullorðinslega, snerist á hæl og gekk út. Einu sinni var ,,öld sakleysisins” þegar börnin trúðu því að fullorðnir væru góðir, að heimur hinna full- orðnu væri á allan hátt stærri og betri en þeirra eigin. Börn áttu að bera virðingu fyrir fullorðnum. Annie Hermann smábarna- sérfræðingur segir: ,,Við viljum núna að börnin okkar viti snemma að fullorðna fólkið er ekki eins dásamlegt og þau halda. Okkur finnst ósanngjarnt að gefa börnum rangar hugmyndir um almætti hinna fullorðnu.” Hún hefur áhyggjur vegna þessa því hún álítur börnin oft ekki nægilega þroskuð til að meðtaka sannleikann um líf hinna fullorðnu sem lætt er að þeim. Þau þarfnast þess að vera upp á hina fullorðnu komin og trúa á almætti foreldranna. Sú trú á þátt í að skapa lífshvetjandi grundvallartraust hjá barninu. Barnasálfræðingurinn Peter B. Neubauer, forstöðumaður Child Developement Center í New York, mælir enn önnur varnaðarorð: ,,Börn sem ýtt er inn í veröld fullorðinna verða ekki bráðþroska. Þvert á móti ríghalda þau í barnaskapinn, jafnvel allt sitt líf. ’ ’ Samt sem áður er dr. Neubauer bjartsýnn hvað varðar bernsku nútímans. ,,Við getum ekki breytt fjölskyldunni aftur eða snúið þróun kvenfrelsismálanna við,” segir hann. ,,Og við megum ekki fegra um of líðan barna áður fyrr á árum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.