Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 61
SAKLEYSl BERNSKUNNAR KVATT
59
en voru tregir til að leggja hömlur á
myndagláp þeirra.
Á sínum tíma var komið á
laggirnar eftirlitskerfi, þannig að
börn yngri en 17 ára mega ekki sjá
myndir sem merktar eru X og aðeins
fara í fylgd með fullorðnum á myndir
merktar R. Myndir merktar G eru
fyrir alla en foreldrum var ráðlagt að
leiðbeina börnum sínum varðandi
myndir merktar PG.
En í sjálfu kerfinu felst engin vörn.
Börn komast á myndir merktar X og
R ýmist með því að þykjast vera í för
með ókunnugu fólki eða vegna þess
hve eftirlit kvikmyndahúsanna er
slakt.
Börnin kynnast heimi fullorðna
fólksins ekki aðeins gegnum bækur,
sjónvarp og kvikmyndir. Dyrnar milli
bernsku og fullorðinsára, sem eitt
sinn voru harðlokaðar, hafa verið
opnaðar í hálfa gátt á heimilunum.
„Þegar ég var lítil stúlka hafði ég
litla hugmynd um hvað fullorðna
fólkið hugsaði,” segir kona nokkur
sem hefur alið einsömul upp tvær
dætur sínar. ,,Núna fylgjast
krakkarnir mínir með öllu sem ég
geri. I fyrsta skipti sem karlmaður
gisti hjá mér eftir skilnaðinn óttaðist
ég viðbrögð þeirra. Ég fór snemma á
fætur, lokaði svefnherbergisdyrunum
á eftir mér og fór inn í eldhús að taka
til morgunmatinn. Átta ára dóttir
mín kom inn þegar ég var að baka
pönnukökur. „Mamma, vissirðu að
það er maður í rúminu þínu ? ’ ’ spurði
hún mjög fullorðinslega, snerist á
hæl og gekk út.
Einu sinni var ,,öld sakleysisins”
þegar börnin trúðu því að fullorðnir
væru góðir, að heimur hinna full-
orðnu væri á allan hátt stærri og betri
en þeirra eigin. Börn áttu að bera
virðingu fyrir fullorðnum.
Annie Hermann smábarna-
sérfræðingur segir: ,,Við
viljum núna að börnin okkar viti
snemma að fullorðna fólkið er ekki
eins dásamlegt og þau halda. Okkur
finnst ósanngjarnt að gefa börnum
rangar hugmyndir um almætti hinna
fullorðnu.” Hún hefur áhyggjur
vegna þessa því hún álítur börnin oft
ekki nægilega þroskuð til að meðtaka
sannleikann um líf hinna fullorðnu
sem lætt er að þeim. Þau þarfnast
þess að vera upp á hina fullorðnu
komin og trúa á almætti foreldranna.
Sú trú á þátt í að skapa lífshvetjandi
grundvallartraust hjá barninu.
Barnasálfræðingurinn Peter B.
Neubauer, forstöðumaður Child
Developement Center í New York,
mælir enn önnur varnaðarorð: ,,Börn
sem ýtt er inn í veröld fullorðinna
verða ekki bráðþroska. Þvert á móti
ríghalda þau í barnaskapinn, jafnvel
allt sitt líf. ’ ’
Samt sem áður er dr. Neubauer
bjartsýnn hvað varðar bernsku
nútímans. ,,Við getum ekki breytt
fjölskyldunni aftur eða snúið þróun
kvenfrelsismálanna við,” segir hann.
,,Og við megum ekki fegra um of
líðan barna áður fyrr á árum.