Úrval - 01.03.1982, Page 91
GÖNGUFERÐ FRÁ RÚSSLANDI
89
lagður þvert um lækinn strax hinum
megin við girðinguna. Hann lokaði
leiðinni algerlega.
Alexander virti girðinguna fyrir sér
dágóða stund. Þarna var ekkert sem
beinlínis ógnaði honum og það jók
honum kjark. Hann faldi bakpokann
bak við steininn, óð út í lækinn og
eftir honum í áttina að veginum. Það
yrði minnsta kosti til þess að hundur
rambaði ekki á slóðina hans. Hann
stiklaði á steinum til þess að gera ekki
fótspor í lækjarbotninn.
Rétt við brúna var stafli af
grönnum grenigreinum í læknum.
Greinarnar voru dauðar og öll sveigja
úr þeim. Ein brotin grein væri þegar í
stað vísbending til varðanna um að
eitthvað hefði komið við þær. Hann
steig varlega fram hjá hrúgunni upp á
brúna til að skoða girðinguna betur.
Hinum megin við brúna hafði svo
miklum sandi verið mokað í lækinn
að vatnið hvarf næstum alveg, rann í
gegnum sandinn.
Hann fór sömu leið út af brúnni
aftur og þurrkaði fótaförin vandlega
af rökum brúarbjálkunum. Hann
renndi sér ofan í lækinn og óð um
200 metra upp eftir honum áður en
hann fór upp úr. Svo laumaðist hann
í skógarjaðrinum suður með
girðingunni til að vita hvort annar
lækur gæfi betra tækifæri. Við og við
fór hann nær til að skoða veginn. Á
einum stað sá hann óvenjulegan og
umhugsunarverðan búnað. Tveir
tréstaurar héldu uppi einhverjum
búnaði sem minnti á hatt. Frá honum
lágu tveir vírar ofan x jörðina og á
þriðja staurnum skammt frá var
hátalari sem stefndi meðfram
girðingunni. Var þetta sívæla?
Alexander var enn að leita að betri
stað til að komast yfir þegar hann
heyrði, um miðjan dag síðdegis,
daufan nið sem minnti á hljóðið sem
hann hafði heyrt kvöldið áður. Hann
faldi sig bak við stóran stein. Hljóðið
hækkaði lítið eitt. Hann hefði varla
þekkt það hefðu ekki komið til
brestirnir sem hann þekkti að voru í
yflrbyggingu á bíl. Venjulega
gefa sovéskir vörubílar frá sér ærinn
hávaða. Það leyndi sér ekki að þessi
var búinn óvenju merkilegum hljóð-
deyfum. En brestirnir í yfir-
byggingunni voru ekkert deyfðir og
heyrðust langar leiðir.
Svo kom klunnalegt trýnið á
vörubílnum í ljós. Alexander hélt
niðri í sér andanum þegar bíllinn fór
fram hjá honum — ekki lengra en
um fimmtíu metrar í hann — með á
að giska tíu kílómetra hraða. Hann sá
vökula landamæraverðina undir
strigasegli aftan á bílnum. Þeir
grannskoðuðu veginn beggja megin
og sandrákina út að girðingunni um
leið og þeir fóru hjá. Vömbíllinn
silaðist áfram og hvarf fyrir beygju...
og allt í einu þagnaði hljóðið. Bíllinn
hlaut að hafa numið staðar við brúna!
Þögnin var kæfandi. Flótta-
maðurinn lagði sig allan fram,
hræddur og örvæntingarfullur, að
heyra eitthvað. Eftir tuttugu mínútna
bið munaði minnstu að hann léti