Úrval - 01.03.1982, Síða 100

Úrval - 01.03.1982, Síða 100
98 ÚRVAL Útlimirnir gegndu ekki viljanum nema að nokkru leyti. Hann hélt áfram að þramma með því eins og að skipta yflr á aðra orku þar sem fæturnir bærðust eins og af sjálfu sér — engin óþarfa hreyfing, engri orku sóað útí bláinn. Nú lifði hann aðallega á berjum. Þegar hann rakst á ber lét hann bakpokann falla, lagðist á fjóra fætur eins og drukkinn maður, tíndi og gleypti í einni og sömu hreyfingunni. Berin voru góð á bragðið en þar sem berjatíminn var næstum á enda fann hann aldrei nógu mikið á einum stað til þess að verða saddur. Stundum laut hann niður og greip aðeins hand- fylli. Það var eins og lífsviljinn gerði honum kleift að finna án leitar eina beriðí lyngþykkni. Þegar sulturinn fór að verða ærandi að staðaldri og stöðug suða fyrir eyrunum varð meira að segja til- hugsunin um mat fjarlæg. Hann varð veikari með hverjum degi sem leið. Hann var eins og utan við raunveru- leikann. Þegar hann rakst á svepp varð hann að beita viljaþreki til þess að beygja sig eftir honum og geyma hann. Á kvöldin át hann sveppina sem hann hafði tínt, hitaði þá á pönnu. Honum varð eilítið flökurt af þeim en fannst hann ekki alveg eins tómur. Hann sá hreindýr og öfundaði þau af því að geta nærst á grasi. Ef hann bara gæti einhvern veginn veitt sér hreindýr, hugsaði hann, myndi hann umsvifalaust rífa í sig kjötið af því. En hann hafði ekkert til þess svo það var óhugsandi. Meira að segja viljinn til að þramma áfram var að verða að engu. Síðla dags 8. september dróst hann upp á fjallshrygg — og sá gráan veg í fjarska. Vegurinn var í hans augum fyrirheit um öryggi sænsku landa- mæranna — einmitt þegar hann var að því kominn að gefast upp. Hann hét sér því að sofna ekki fyrr en veginum væri náð. Eftir var að fara yfir stríðar ár. Hann át það sem hann hafði geymt sem ýtrasta varaforða: tvær plötur af súkkulaði, og lagði síðan af stað. Klukkan var sex. Tunglið kom upp klukkan ellefu. Það var komið fram yflr miðnætti þegar hann loks slagaði upp á veginn. En hann sá hvorki tangur né tetur af Muonio ánni sem rennur á landa- mærum Finnlands og Svíþjóðar. Hann leitaði meðfram veginum í tunglsljósinu að einhvers konar sönnunargögnum: bréfi utan af sælgæti eða tómum bjórdósum. Þrír merkimiðar af fjórum sögðu „Made in Sweden”. En brýrnar á veginum voru nákvæmlega eins og þær sem hann hafði séð í Finnlandi og sann- færðu hann um að hann væri enn í því landi og hefði ekki hugmynd um hvar landamærin væru. Þessi vonbrigði riðu honum nærri því að fullu. Andlit Um morguninn var Alexander svo veikburða að fæturnir skulfu undir honum. Nú varð hann að taka þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.