Úrval - 01.03.1982, Side 101

Úrval - 01.03.1982, Side 101
GÖNGUFERD FRÁ RÚSSLANDI 99 erfíðu ákvörðun að skilja búnað sinn eftir — þar með talið sögina, klofháu stígvélin, vasaljósið og vindsængina sem hann hafði ætlað að nota til að fleyta sér á yfír ána Muonio. Þetta faldi hann í poka rétt við veginn. Hann gat einfaldlega ekki borið þetta lengur þegar hann þurfti á öllu sínu að halda til þess eins að bera annan fótinn fram fyrir hinn. Honum skilaði bærilega áfram á tiltölulega greiðfærri sandspildu vestan við veginn — en hafði ekki hugmynd um að hann stefndi inn í þá totu af Norður-Finnlandi sem liggur inn í Noreg. Þetta voru mistök sem gátu teymt hann um sjötíukíló- metrum lengra inn í fen og fjöll. En af lágu holti sá hann svo í sjón- aukanum að framundan var fenja- flatneskja svo langt sem augað eygði. Þetta voru ein vonbrigðin enn. Hann hafði ekki orku til að leggja út á svo erfítt land og sýndist nú sem flest sund væru að lokast. Þá minntist hann þess að fyrr um daginn hafði hann farið yfír slóð sem lá norður og suður. Þótt hvasst væri og ískalt regn hvolfdist niður kaus hann að fínna þennan slóða aftur og halda norður eftir honum. Á leið sinni fór hann um aleyðilegasta landið sem hann hafði séðá leið sinni. Um nóttina dró hann saman greinar til að sofa á. Yfír sig breiddi hann jakkann sinn og plastdúk. Þegar hann vaknaði um morguninn tók það hann hálftíma að herða sig upp í það að dragast af stað aftur út í ískalda rigninguna. „Hvert á ég nú að fara?” spurði hann sjálfan sig. ,,Hvað get ég gert meira?” Hann slagaði áfram eftir slóðanum. Hann hafði aðeins borðað sveppi kvöldið áður og ekkert um morguninn. Bakpokinn var að kalla í henglum, sjálfur var hann horaður og illa til reika. Hann velti því fyrir sér hvort hann myndi komast miklu lengra. Það var ekki aðeins að landið væri eyðilegt heldur var það líka grimmt og miskunnarlaust. Nú rann það í fyrsta sinn upp fyrir Alexander að hann kynni að deyja óþekktur og án þess nokkur tæki eftir því. Honum þótti það óhæfilega tilgangslaust. Svo að hann hét sér því að berjast áfram í tvær klukkustundir enn þótt hann yrði nú blásmóður strax og eitthvað hallaði áfódnn. Ein vonleysisstundin leið enn. Alexander fannst hann vera farið að svima. Svo snarstansaði hann og starði: Nokkur hundruð metra fram undan sá hann húsþök og stórt útvarpsloftnet. Hann brá sjón- aukanum á loft og gegnum hann sá hann nokkur einnar hæðar timbur- hús. Stóra loftnetsmastrið kom honum til að álíta að hann væri við landamærastöð inn í Noreg — hann vissi að hann var kominn býsna langt norður. Hann slagaði milli vonar og ótta upp að einu húsinu og kvaddi dyra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.