Úrval - 01.03.1982, Side 103

Úrval - 01.03.1982, Side 103
GÖNGUFERÐ FRÁ RÚSSLANDl 101 svo að hann sæi eftirþessum degi sem hann „tapaði” við að taka slóðann norður eftir. Honum var þvert á móti ljóst að það hafði orðið honum til björgunar. Hann þurfti engu síður á upplýsingum að halda heldur en mat, sömuleiðis var honum nauðsyn- legt að ná sambandi við fólk og fá þá andlegu hjálp sem þurfti til að lyfta honum upp úr stórhættulegri sjálfs- vorkunninni. Einu sinni enn hafði hann haft heppnina með sér — það er að segja ef fólkið þarna norðurfrá hafði ekki gert landamæravörðunum viðvart. Hann ákvað að nálgast landamærin ekki fyrr en daginn eftir. Hann settist snemma að þennan dag. Hann lagði sig um sexleytið og svaf í einum rykk í sextán tíma. Þegar slóðinn varð að bílvegi daginn eftir faldi hann sig til að byrja með í hvert skipti sem hann heyrði í btl. En þegar hann sá að enginn virti hann viðlits jókst honum kjarkur svo hann áræddi að ganga inn í Kuttainen. Sænski hluti þorpsins var þarna beint hinum megin við ána! En Alexander sá enga brú. Meðan hann eigraði þarna eftir götunni meðfram árbakkanum ban að ungan ökumann sem bauð honum far og skilaði honum af sér við ferjuna í nágrannabænum Karesuando. Þegar Alexander sá litlu ferjuna við sænska bakkann gerðist hann svo djarfur að fara inn í tollafgreiðsluna og spyrja hvort hún færi aðra ferð þennan dag. Já, sagði tollvörðurinn, hún kæmi eftir fimm mínútur og kostaði ekkert fyrir þá sem ekki væru með farartæki. Alexander þorði ekki að spyrja um vegabréfsskoðun. En honum til frekari léttis og undrunar sá hann að fólkið sem var að koma var ekkert skoðað, ekki einu sinni spurt um neitt! Hann fór um borð og um leið og ferjan sleppti landi færðist yfir hann djúp ró sem hann hafði ekki kynnst í mörg ár. Malið í skrúfunni varð til þess að andartak fann hann til einhvers sem honum fannst vera hamingja. Forsjónin hafði sannarlega blessað honum þessa ferð, fært honum hjálp í hvert sinn sem neyðin var stærst. Svo sá hann út undan sér svartan, ómerktan bíl koma með æsihraða að bryggjunni Finnlandsmegin. Hann kom svo snöggt og beint að hliðinu að þetta gat ekki verið annað en lög- reglan. Alexander sá sér til skelfingar að ökumaðurinn spratt út og tók að veifa báðum handleggjum — og ferjan stöðvaðist! Síðan fór hún aftur til sama' lands! Svo hann hafði of snemma hrósað happi. Öskað sjálfum sér til hamingju eins og asni áður en það var tímabært! Hann hafði sofnað á verðinum! Nú — þótt hann tryði því tæpast enn — náðist hann þegar aðeins hundrað metrar voru eftir að markinu og öll hans armæða hafði orðið til einskis! Hann stökk út að borðstokknum. Ef nauðsyn krefði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.