Úrval - 01.03.1982, Page 103
GÖNGUFERÐ FRÁ RÚSSLANDl
101
svo að hann sæi eftirþessum degi sem
hann „tapaði” við að taka slóðann
norður eftir. Honum var þvert á móti
ljóst að það hafði orðið honum til
björgunar. Hann þurfti engu síður á
upplýsingum að halda heldur en
mat, sömuleiðis var honum nauðsyn-
legt að ná sambandi við fólk og fá þá
andlegu hjálp sem þurfti til að lyfta
honum upp úr stórhættulegri sjálfs-
vorkunninni. Einu sinni enn hafði
hann haft heppnina með sér — það
er að segja ef fólkið þarna norðurfrá
hafði ekki gert landamæravörðunum
viðvart.
Hann ákvað að nálgast landamærin
ekki fyrr en daginn eftir. Hann settist
snemma að þennan dag. Hann lagði
sig um sexleytið og svaf í einum rykk í
sextán tíma.
Þegar slóðinn varð að bílvegi
daginn eftir faldi hann sig til að byrja
með í hvert skipti sem hann heyrði í
btl. En þegar hann sá að enginn virti
hann viðlits jókst honum kjarkur svo
hann áræddi að ganga inn í
Kuttainen. Sænski hluti þorpsins var
þarna beint hinum megin við ána! En
Alexander sá enga brú.
Meðan hann eigraði þarna eftir
götunni meðfram árbakkanum ban
að ungan ökumann sem bauð honum
far og skilaði honum af sér við ferjuna
í nágrannabænum Karesuando.
Þegar Alexander sá litlu ferjuna við
sænska bakkann gerðist hann svo
djarfur að fara inn í tollafgreiðsluna
og spyrja hvort hún færi aðra ferð
þennan dag. Já, sagði tollvörðurinn,
hún kæmi eftir fimm mínútur og
kostaði ekkert fyrir þá sem ekki væru
með farartæki.
Alexander þorði ekki að spyrja um
vegabréfsskoðun. En honum til
frekari léttis og undrunar sá hann að
fólkið sem var að koma var ekkert
skoðað, ekki einu sinni spurt um
neitt!
Hann fór um borð og um leið og
ferjan sleppti landi færðist yfir hann
djúp ró sem hann hafði ekki kynnst í
mörg ár. Malið í skrúfunni varð til
þess að andartak fann hann til
einhvers sem honum fannst vera
hamingja. Forsjónin hafði sannarlega
blessað honum þessa ferð, fært
honum hjálp í hvert sinn sem neyðin
var stærst.
Svo sá hann út undan sér svartan,
ómerktan bíl koma með æsihraða að
bryggjunni Finnlandsmegin. Hann
kom svo snöggt og beint að hliðinu
að þetta gat ekki verið annað en lög-
reglan. Alexander sá sér til skelfingar
að ökumaðurinn spratt út og tók að
veifa báðum handleggjum — og
ferjan stöðvaðist! Síðan fór hún aftur
til sama' lands!
Svo hann hafði of snemma hrósað
happi. Öskað sjálfum sér til
hamingju eins og asni áður en það
var tímabært! Hann hafði sofnað á
verðinum! Nú — þótt hann tryði því
tæpast enn — náðist hann þegar
aðeins hundrað metrar voru eftir að
markinu og öll hans armæða hafði
orðið til einskis! Hann stökk út að
borðstokknum. Ef nauðsyn krefði