Úrval - 01.03.1982, Qupperneq 109
TÝNDU KÓNGARNIR
107
Þetta eru eftirmyndir því að mikið af
höggmyndum í dómkirkjunni var
eyðilagt í frönsku byltingunni og
Eugene Viollet-le-Duc gerði eftir-
myndir af höggmyndunum þegar
gert var við kirkjuna á miðri nítjándu
öld. Hvað hafði orðið um frum-
myndirnar?
Á mánudagsmorgni fór ég á Cluny-
safnið, sem sérhæfir sig í miðaidalist,
og spurði safnvörðinn, Alain Erlande-
Brandenburg, hvar frumhögg-
myndirnar úr stúku kónganna væru
niðurkomnar. Hann hafði það eitt að
segja að þær hefðu horfíð með öllu —
hvorki fornleifafræðingar né list-
fræðingar vissu neitt um þær.
Eftir nokkra daga höfðu verka-
menn á hlaði bankans grafið upp
samtals 364 brot úr höggmyndum og
þar á meðal var 21 höfuðmynd, allar
með kórónu á höfði. Leifar af
mörgum litum — okkurgulu, gulu,
bleiku, brúnu og bláu sáust á sumum
styttunum. Ég gat næstum séð fyrk'
mér þessar glæsilegu, marglitu
styttur bera við mjallahvíta framhlið
Notre-Dame og ég var sannfærður
um að við hefðum fundið næstum
alla konungajúda.
Ég var mjög spenntur og hélt fund
með forstjóra sögulegu minjadeildar-
innar í París og á Ile de France,
forstjóra frönsku safnanna og safn-
verðinum á Cluny-safninu. Erlande-
Brandenburg sagði að hann væri
sannfærður um að þetta væru
stytturnar af Notre-Dame. Hann var
djúpt snortinn. Hinir voru á sama
máli.
Samkvæmt greiningu Erlande-
Brandenburgs safnvarðar á högg-
myndunum voru þær gerðar milli
1210 og 1225 og sýna hástig
gotneskrar höggmyndalistar. Bersýni-
legt er að margir myndhöggvarar hafa
lagt hönd að verki. Einn sá um ávöl
andlit, annar þekktist á því hvernig
hann fægði andlitin og sá þriðji á ein-
kennandi handbragði sínu við augu
eða hár.
Samanburður við aðrar högg-
myndir sýnir að hér hefur orðið
mikil framför í að sýna svipbrigði.
Hrukkur, sem sjást alls ekki á högg-
myndum í Sens-dómkirkjunni og eru
aðeins sýndar með léttum strikum í
Chartres, verða hér að litlum gárum,
höggnum í steininn af meisturunum
frá París.
2. mal hélt bankinn blaðamanna-
fund og í vikunni þar á eftir komu
myndir af konungunum í sjónvarpi
um gjörvallan heim. En rannsókninni
var ekki lokið. Við leituðum í
skjölum og fornum blöðum til að
komast að því hvers vegna þessi lista-
verk vom grafin niður úti í garði.
Fornleifafræðingar vissu að vísu að
stytturnar á Notre-Dame höfðu verið
brotnar niður að skipun franska
byltingardómstólsins 1793 en þá
héldu menn að þetta væm styttur af
frönskum miðaldakonungum. Frá því
var skýrt í smáatriðum í mörgum áður
ófundnum skjölum að mjög varlega
hefði verið farið að niðurrifinu. Fyrst