Úrval - 01.03.1982, Page 111
TÝNDU KÓNGARNIR
109
brotunum eru nú á sýningu á Cluny- ekki lokið fyrr en ég finn höfúðin sjö
safninu. En upphaflega voru sem enn vantar. Hvar getayW verið?
konungarnir 28. Mér finnst málinu
Starfshópur á vegum ameríska öryggismálaráðuneytisins hefur þróað
öryggistæki sem á að koma í veg fyrir dagdrauma. Tækið segir við-
komandi starfsmanni strax um ef hann verður annars hugar og
gleymir að einbeita sér að starfinu. Fyrst í stað er áætlað að láta flug-
stjóra, ökumenn langflutningabíla og þá sem stjórna radartækjun
nota þetta tæki.
Safety First
Eigandi veitingastaðar var ergilegur vegna þess hve veggir á snyrtiher-
bergjum voru útkrafsaðir. Hann eyddi miklum fjármunum í
meðhöndlun á veggjum, hurðum og öðru sem var þess eðlis að
hvorki tolldi málning eða blýantsktot á. Það var aðeins smáræma
neðst á hurðinni sem slapp við meðferðina. Ekki leið á löngu þar til
hún var uppgötvuð og einhver skrifaði þar smáum stöfum. VARIÐ
YKKUR A LIMBÖDÓNSURUM.
Margar sögur eru til um Montgomery marskálk. Flestar sögurnar
ganga út á óblíðleg tilsvör við hverju einu sem viðvék her-
þjónustunni.
Eitt sinn, stuttu fyrir innrás bandamanna í Normandí, á hann að
hafa kallað alla herforingja á leynilegan upplýsingafund einhvers
staðar á suðurströnd Englands. Kalt og rakt veðurfar hafði næstum
því ieitt til kvef- og hóstafaraldurs. Montgomery greip því hljóð-
nemann og sagði skipandi röddu: „Herrar mínir, nú fáið þið hálfa
mínútu til að hósta eins og þið þurflð, eftir það hóstið þið ekki
neitt.” Svo leit hann á úrið sitt og fylgdist vandlega með því í hálfa
mínútu áður en hann tók til máls.
Mörgum árum síðar tók hann við heiðursdoktorsnafnbót við kana-
diskan háskóla. Eftir athöfnina var hann spurður um sannleiksgildi
sögunnar. Marskálkurinn rétti úr sér og hristi höfuðið ákveðinn.
„Þetta er hreint bull — hlægilegt — dæmigerð kjaftasaga sem blaða-
snápar hafa fundið upp. Ég hef aldrei getað skilið þá náunga.” Svo
brá fyrir smáglampa í augum hans og hann sagði glaðlega, með
nokkru stolti: ,,Mig rekur ekki minni til þess að einn einasti þeirra
hafí hóstað.”