Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
ósýnileg bylting, bylting sem orðið
hefur fyrir tilstilli bandarískra lækna
og læknavísinda.
Þannig hefur hver byltingin rekið
aðra. Á síðustu 30 árum höfum við
rekið frá völdum forseta sem okkur
féll ekki við. Við höfum losað okkur
við varaforseta og stöðvað styrjaldir
tvívegis. Þetta gerði fólkið sjálft.
Kerfið er virkt. Minnist þess þegar
Douglas MacArthur hershöfðingi
kom heim frá Austurlöndum, ht
allra augum. Það var eftir að Trun;.
forseti hafði rekið hann úr embætti.
einhverju öðru landi hefði hann
kannski gert tilraun til þess að n?
völdum. Hér hlýddi hann stjórna;
skránni. Hann vék til hliðar. Vio
trúum á lagabókstafinn. Lögin eru í
gildi.
Á næstu 40 árum munum við
leysa öll þau vandamál sem blasa
við okkur þessa stundina. Það er
vegna þers að við höfurr gáfur, næga
hæfileika og sömuleiðis nóg hug-
myndaflug og allt það vald sem til
þarf ef við óskum eftir því sjálflr. Um
þessar mundir starfa ég með borgar-
skipuleggjendum og arkitektum við
að bæta lífsskilyrði okkar.Ég veit líka
að við getum það — Við getum sýnt
fólki hvernig það á að fara að lifa á
nýjan leik, í smærri samfélags-
einingum en verið hefur, ef það óskar
eftir því. Fólk er ekki lengur eins
hrifið af stórborgunum og það var.
Um það bil 27 prósent íbúa St. Louis
hafa þegar yfírgefxð borgina. Við
ætlum okkur að byggja upp aftur
litlu bæina og síðan stórborgirnar.
Ætlunin er að leysa orkuvandann
vegna þess að þessi þjóð, þetta land
og þessi kynslóð getur leyst hvaða
vanda sem er. Við erum kynslóðin
sem fór til tunglsins. Eftir milljarða
ára, eða í heimi langt handan við
Alpha Centauri, þegar spurt verður
hvaða þjóð hafi gert mannkynið
ódauðlegt, verður svarið bandaríska
þjóðin. Við gerðum það með því að
stíga fyrstu skrefin á tunglinu. Við
gerðum þetta fyrir mannkynið. Við
sögðum það. Við meintum það.
Þegar okkur tókst að lenda
geimfari á Mars fyrir flmm árum var
ég staddur í stjórnstöðinni og fagnaði
þar með hlæjandi, dansandi og
grátandi fólki sem eytt hafði líflnu í