Úrval - 01.03.1982, Qupperneq 125
LÍF ER Á MARS
123
að gera mögulegt að þessi draumur
rættist. Margir höfðu gert grín að
þessu fólki og sagt að okkur myndi
aldrei takast að ná til Mars. Skyndi-
lega hafði það þó gerst og Víkingur
var kominn til Mars.
Næsta morgun var haft viðtal við
mig í sjónvarpinu og því útvarpað um
allan heiminn gegnum Telstar.
Fréttamaðurinn sagði við mig: , ,Hn
Bradbury, þú hefur skrifað um lífið á
Mars allt þitt líf. Nú eru fyrstu
myndirnar komnar og ekkert líf er að
finna á Mars. Hvernig líst þér á?”
Svar mitt var: „Kjáni! Það er líf á
Mars. Við erum þar.” ★
Skilti á friðlýstu skóglendi: Þetta erguðs land. Ein eldspýtagcetigert
það að víti.
Systir mín, sem nýlega hóf nám í háskóla, átti I miklu basli með að
láta ungan son sinn skilja að hann yrði að fara í skólann. Að lokum
var það systir hans, 12 ára gömul, sem hitti á réttu rökfærsluna.
,,Sjáðu nú til, Adrian. Viltu kannski verða eins og mamma, ekki
enn búinn I skóla þegar þú ert orðinn 32 ára gamall?”
— D.B.
Löngu áður en Hollywood kom til sögunnar hafði rithöfundurinn
Jules Renard tekið eftir að margir samtíðarmenn hans voru sólgnir I
sögur sem enduðu vei. ,,Fólk óskar alltaf eftir því að allt endi vel,”
sagði hann. ,,Það hefði kunnað að meta útgáfu sögunnar afjóhönnu
af Örk sem endað hefði með því að hún giftist Karli konungi VII.
„Þegar ég skrepp út á kvöldin veðja ég fimmtíu krónum við konuna
mína um að ég verði kominn heim um miðnætti.”
„Og hvað svo?”
„Églæthanavinna.” _ Selecta
Efni ræðumannsins var „hinn kristni fullkomleiki”. Hann lagði ríka
áherslu á að enginn dauðlegur maður næði því marki. Til að undir-
strika orð sín spurði hann hvort nokkur áheyrenda þyrði að standa
upp og segja að hann eða hún væri fullkominn. Honum til undrunar
stóð maðurí þriðju röð upp.
„Ætlið þér að halda því fram að þér séuð fúllkominn?” spurði
ræðumaðurinn.
„Nei,” svaraði maðurinn. „Ég er hérna sem fulltrúi fyrri eigin-
manns konunnar minnar. ’ ’
— L.S.