Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 33

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 33
Þessi framsetning gefur til kynna að kenningin sé rétt. Aftur á móti ef hlutfall tilvika þar sem i er skrifað fyrir [1] er hverfandi lítið miðað við e fyrir [1] er ekki hægt að ganga að þessum niðurstöðum með nógu mikilli vissu. Við getum í mesta lagi áætlað að i sé skrifað í 20% tilvika sem þýðir að i er skrifað á eftir /i,í/ í um 9,0% af öllum tilvikum þar sem [1] kemur fyrir. Hér hefði því verið betra að bera saman hlutfall þeirra tilvika þar sem e er skrifað á eftir /i,í/, við samsvarandi hlutfall þar sem i er skrifað. Best hefði auðvitað verið að birta þær tölur sem standa á bak við tölfræðina. 4.1.2. I næstu töflu sýnir Hreinn hlutfall þeirra áherslusérhljóða sem koma fyrir á undan [I], óháð því hvort [1] er táknað með e eða i. Tafla 4.1. sýnir að i er oftast skrifað á eftir /i,í/. „This may in part be due to the higher general frequency of /i,í/“.19 Ef /i,í/ eru mjög algeng í áhersluatkvæðum gæti það breytt niðurstöðunni. Til að sýna að svo er ekki, setur Hreinn upp töflu þar sem hlutfall áherslusérhljóðanna er sýnt.20 Tafla 4.II. Áherslu- sérhljóð /i,í/ /y,ý/ /u,ú/ /e/ /é/ /æ/ /0,ó/ /o,ó/ % 15,9 8,4 5,5 24,3 0,5 7,5 4,0 8,7 Áherslu- sérhljóð /p,Q,//a,á/ /ei/ /ey/ /au/ o/ /0 1,5 17,1 4,8 0,8 1,0 í þessari töflu notar Hreinn aðeins fjögur þeirra handrita sem tafla 4.1. byggði á. Það ætti þó ekki að skipta máli því þessar prósentutölur gefa eftir sem áður vísbendingu um dreifingu áherslusér- hljóðanna á undan [I]. Aftur á móti er þetta ekki nóg til að gefa þann samanburð sem ætlast er til. Við þurfum samt sem áður að fá uppgefið hlutfall tilvika með e og hlutfallið með i. Þar sem mikill meirihluti [1] er táknaður með e, þarf að sýna hlutfallið milli iogeá eftir hverju áherslusérhljóði fyrir sig. Ef gengið er útfrá því að í þessum handritum sé ritað i fyrir [1] í 20% tilvika, sést að i er í 9,0% tilvika ritað á eftir /i,í/ (sjá 4.1.1.). Þá sést að i er ritað á eftir /i,í/ í meirihluta þeirra tilvika þar sem [1] stendur á eftir /i,í/. Þessi tafla sýnir hlutföllin í töflu 4.1. þegar mið- að er við að i sé skrifað í 20% tilvika. Tafla 4.III. Áherslu- sérhljóð % af i /i,í/ /y,ý/ /u,ú/ /e/ /0,Ó/ /o,ó/ /a,á/ miðað við öll tilvik [1] 9,0 2,0 0,9 1,8 0,5 0,3 0,5 Áherslu- sérhljóð % af i /ei/ /ey/ /au/ raiðað við öll tilvik [1] 4,6 0,1 0,2 Eins og áður sagði er i oftar skrifað en e á eftir /i,í/. í 9,0% tilvika er ritað i, en í aðeins 6,9% tilvika e á eftir /i,í/. Það má því segja að þessi bráðabirgðatafla staðfesti kenningu Hreins um að i sé helst skrifað á eftir /i,í/, hún sýnir a.m.k. að í þessari stöðu er frekar ritað i en e. Þessi tafla sýnir einnig að ekki er um sérhljóðasamsvörun (vowel harmony) að ræða í forníslensku eftir því sem þessi elstu handrit segja til um. Það má sjá með samanburði við töflu 4.II. Með slíkum saman- burði sést að miðað við hlutfall áherslusérhljóða í heild sinni, er i ekkert frekar skrifað á eftir nálæg- um sérhljóðum í samræmi við þær reglur sem giltu um sérhljóðasamsvörun í norsku á þessum tíma. Það er ekki nema á eftir tvíhljóðinu /ei/ sem i er frekar skrifað en e.21 Samt sem áður verður að taka þessari töflu með fyrirvara þar sem ekki er stuðst við upprunalegan fjölda tilvika. Með úrvinnslu eins og þessari er samt hægt að sjá hvort tilvik þar sem i er skrifað sé eitthvað sem mark er takandi á. í umfjöllun um Stokkhólmshómilíubókina (5.1.) verður þessi úr- vinnsla notuð og þar skýrð nánar. 4.1.3. I töflunni sem hér fer á eftir er stuðst við hand- ritið AM 655 VII 4to, sem er tímasett um 1200,22 og segir Hreinn í neðanmálsgrein að i sé skrifað fyrir [1] í 30-40% tilvika.23 Tafla 4.IV. Áherslu- sérhljóð /i,í/ /y,ý/ /u,ú/ /e/ /o,ó/ /a,á/ /ei/ aðrir % af i 28,3 6,7 5,0 18,4 1,7 23,3 8,3=100% % af e 6,8 10,8 2,9 13,7 25,5 26,5 5,9 7,9=100% Þessi tafla sýnir dreifingu e og i, hvors fyrir sig, á undan mismunandi áherslusérhljóðum. Taflan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.