Mímir - 01.06.1996, Side 22

Mímir - 01.06.1996, Side 22
Kvaran sem í Sambýli komst að svipaðri niður- stöðu þrátt fyrir hervirki fyrri heimsstyrjaldar. Blá augu smábarns sannfæra söguhetju hans um að menn séu ekki verri en óargadýr þótt þeir tæti meðbræður sína í sundur einsog væru þeir skað- ræðiskvikindi; augun bláu svipta voðaverkin merkingu, gera illskuna að blekkingu, afvega- leiðslu, því þótt lostafjöturinn sé oft þyngri en sá siðferðislegi, þótt fólki sé hvað eftir annað fleygt útí hryllilegan dauða einsog rigningu á bál vitfirr- ings, þá blikar fagurlegt leiðarljós í þessum aug- um. Okkur er með öðrum orðum boðið uppá heimilislega fagurfræði þar sem enginn spyr af hverju augu og himnar eru blá að lit en ekki rauð eða svört; skáldlegum lygum er stefnt gegn hálfs- annleika morðingjans í guðsvolaðri vitsmunafá- tækt er lítur á sjálfa sig sem andlega spekt. 3. Mótsagnir glæpamannsins eiga sér uppsprettu í hugmyndafræði kristninnar og eru óhugsanlegar án hennar. Kristindómur miðalda þurfti á glæpn- um að halda til að öðlast merkingu í huga fólks af því gengið var útfrá spilltu manneðli sem byggi yfir brjálæði af þessu tagi, sálrænni vanstjórn sem brotist gæti fram hvenær sem var. Þessi hug- myndafræði gerði í sjálfu sér kröfur um hrylling sem hægt væri að fyrirgefa og berjast á móti; algóð hugvera hlaut að eiga sér alilla andstæðu í heimi hlutverunnar. Boðskapur kærleikans var því fremur byggður á tilveru óhófs og ofbeldis en hagkvæmni og skynsemi einsog hlutskipti Gilles de Rais sýnir á óbeinan hátt, þessi tilvistarlegi skopleikur — að tilbiðja djöfulinn og slátra börn- um en búast við eilífri sælu himneskrar paradísar eftir dauðann. Það er því ekki útí bláinn að tengja þá Jesú Krist saman. Báðir táknbúa þeir afhelgun manns og náttúru, sundrungu anda og efnis, trúar og kynlífs, því þótt klofning þeirra hnígi til ólíkra átta er hún í eðli sínu hin sama. Þeir eiga altént sameiginlegt að bjóða til sín barnaskara í ekki ósvipuðum tilgangi ef litið er á hann sem fulltrúa mannkynsins, hið frumstæða eðli, náttúruvísi okkar. Þessar mótímyndir hafna hinni fyrstu ímynd, hellismálverkinu í Lascaux, hvor með sínum hætti. Mynd þessi sem gerð var í dögun tímans lýsir útsprungnum losta í nánum tengslum við of- beldi náttúrunnar á meðan Kristsmyndin sýnir út- þurrkaðan losta lafandi á tréstólpa. Hún snýst um erótíska lífslyst sem þrungin er hryllingi og dauða- kennd: maður með fuglsgogg liggur berskjalda í námunda við hættulegt dýr sem stungið hefur verið spjóti. Samt er limur hans stinnur. Þessi mynd hefur án efa haft trúarlega þýðingu í upp- hafi, erótík hennar vísar á helgi náttúru sem lífgar og deyðir í senn, saurgun og opinberun loða sam- an í reynslu sem þekkir ekki andstæður. Kannski má nefna þessa reynslu upplifun óendanleikans í efninu. Hún helgar efnisheiminn sem slíkan, það sem kristnin gaf djöflinum á vald, og hún er ger- ólík ástríðuofsa barónsins sem var andlaus flekk- un, sjálfsfróandi saurgun, óvirkt gláp og náttúru- leysi þegar allt kom til alls. Hér mynda böllur, fugl og vísundur ódeilanlega heild; maður, eilífð og náttúra verða að einu í ólýsanlegri andrá sem kristnin hefur leitast við að gleyma um tvær þús- undir ára. Hún hefur sundrað þessum grundvall- artáknum þótt stundum tengist þau nú sem áður fyrr enda er hellismálverkið okkur skyldara en Kristsmyndin; og samt (eða þessvegna) er þetta klám, mynd af efnislegum útaustri sem á ekkert sameiginlegt með vegsemd og siðferðisþroska. Reynsla hellislistamannsins hefur verið for- dæmd í gegnum tíðina af því hún gerir menn að skepnum, var sagt, þótt í raun sé hún sérkenni mannsins, það sem greinir hann frá dýrum merk- urinnar. Þessi reynsla ein er óskipt af andstæðum; örskömm andrá sem um leið er liðin undir lok, uppnám þarsem lífið flæðir um brúnir sínar í ofur- gnótt sem hefur verið kennd við ördauða, form leysast upp í algleymi sem eyðir skynjun rúms og tíma um stundarbil. Fordæmingin er skiljanleg því maðurinn losnar fyrir atbeina þessarar reynslu undan tilbúnum siðferðisgildum, valdi krossanna, og rennur saman við ólýsanlegan sannleika; hann verður að forsögulegum manni og nemur tákn hans af veggnum, fuglinn, spjótið og dýrið í blóði sínu. Útilokun þessa myndheims hefur valdið miklum hörmungum því sé djöfullinn tákn um skynlausa eyðileggingarbrjálsemi þá hefur hann sjaldan verið iðjusamari en í samfélagi nútímans. Ofbeldi sem áður laut hringrás náttúru brýst nú fram í sjálfseyðandi valdníðslu sem sumir kenna „dauða guðs“ seint á 18du öldinni. Þessi ímyndaði dauði á að hafa svipt fólk ytri vídd óendanleikans; hann læsti það inni í eigin líkama og gerði lostann að viðmiði flestra hluta, er sagt. Hér var að sjálf- sögðu um sögulega frelsun að ræða, lausn sem sýndi að tilraun kristninnar hafði mistekist — að náttúran er náminu ríkari og leitar út um síðir. 20

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.