Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 55

Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 55
er regn og stormur algengt líkingamál (sbr. örva- regn). Orrustan á margt skylt með veðrinu hjá dróttkvæðaskáldum; nærtæk er þá kenning Egils Skallagrímssonar þar sem hann kennir orrustuna sem „geirveður“ og sverðið sem „gálga geirveð- urs“.13 Iðulega var ofbeldi gagnvart varnarlausu fólki og manndráp í orrustum talið mönnum til tekna. Ferðavísur geta sumar talist til hirðkvæða, þ.e.a.s. þær sem ortar eru af hirðskáldum þar sem þau eru á ferð með konungi sínum og öðru föru- neyti. Frægastar af þessu sauðahúsi hljóta að telj- ast Austfararvísur Sighvats Þórðarsonar. Þar segir frá ferð Sighvats til Gautlands á vegum Ólafs kon- ungs. I vísunum er lýst „eigin reynslu, og nú fær skopskyn hans [Sighvats] og myndvísi að njóta sín í fyrsta sinn í þeim skáldskap sem varðveist hefur. Vísur þessar eru ekki lofkvæði heldur tækifæris- kveðskapur, en þær eru ortar frá sjónarmiði hirð- mannsins og hafa vafalaust verið fluttar hirð Ólafs konungs til skemmtunar."14 Kvæðið er allt með nokkuð léttu yfirbragði og skopast skáldið m.a. að vitgrönnum „heimalningum“ meðal sænskra, jafnframt því sem skáldið tjáir stolt sitt yfir víðförli sinni og áhættusömu líferni. Sighvatur orti vísur af fleiri ferðum sínum t.d. á Bretlandseyjum. Hirð- skáldin ferðuðust sem sagt með konungunum næstum hvert sem þeir fóru og ortu um það mark- verðasta sem fyrir augu bar. Til eru mörg dæmi um að Konstantínópel hafi orðið skáldum yrkis- efni er að henni var siglt. Ástarlýrík trúbadúra á miðöldum einkenndist af tilfinningasemi, losun innbyrgðar gleði og tján- ingu einhverskonar æðri veru sem þeir töldu sig eiga vísa í ástinni. Þetta lífsviðhorf, sem er bæði orsök og áhrif ástarinnar, er gerólíkt því sem getur á að líta í dróttkvæðunum, þ.e.a.s. þeim fáu sem fjalla um ást. I þeim er að finna hálfjarðbundna efasemdahyggju; einskonar vonleysi, ekki trú á ást milli karls og konu sem sigrar allt. Oftar en ekki er einblínt á neikvæðar hliðar ástarinnar: það sem af henni hlýst er aðeins sorg; oftast hefur ást kvenna í för með sér blóðsúthellingar eða illindi af ýmsu tagi. Algengt er að í ástarkveðskap sé um að ræða heimssýn sem einkennist af karlmannlegu stolti: hve margar konur hver hefur heillað; hve mikið sé hægt að græða á fegurð eiginkonunnar á markaðnum og svo hve mikilli sorg hún eigi eftir að valda í framtíðinni. Kvæðin eru þannig frekar í ætt við gort heldur en tilfinningalega tjáningu ást- arinnar.15 Langar óværar nætur á skipi hafa einnig laðað fram innri vangaveltur skálda. Kormákur Ögmundarson orti eitt sinn við slíkar aðstæður til fyrrverandi unnustu sinnar, Steingerðar, er hann heyrði öldurnar brotna á skipshliðinni. Þetta virð- ist nokkuð algengt þar sem nokkrar vísurnar hafa orðið til við téðar aðstæður og þá oft ort til fyrr- verandi heitkvenna og þeim heiður sýndur með því að líkja þeim við skip.16 Goðsöguleg kvæði Eins og áður hefur verið komið inn á munu yrkis- efni hirðskálda iðulega nátengd trú þeirra. Á meðan ásatrú var við lýði lituðust kenningar og myndmál að sjálfsögðu af goðafræðinni. Hér hef- ur þó ekki verið komið inn á nein kvæði sem beinlínis verða greind sem kvæði um goðafræðileg efni og er nú kominn tími til að bæta úr því. í heiðni var það nokkuð vinsæl iðja meðal skálda að yrkja um myndir á skjöldum stríðs- manna, þeirra eigin eða annarra; eru þessi kvæði yfirleitt nefnd skjaldakvæði. Egill Skallagrímsson er m. a. sagður hafa ort tvö slík um skildi sem hann fékk að gjöf. Það voru ekki bara myndir á skjöld- um sem fönguðu athygli skálda heiðins siðar held- ur margskonar listaverk sem unnin voru upp úr goðafræðinni. Eitt af þekktari goðafræðilegum kvæðum heiðninnar er ort um myndir á vegg í skála Ólafs páa. Kvæðið er eftir Úlf Uggason og 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.