Mímir - 01.06.1996, Side 12
strax. Ég hitti Pálma rektor niðri í bæ og hann tók
mig tali, spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að
kenna. „Og hvað?“ spurði ég. „Hvað sem þú
vilt,“ sagði hann og það varð úr að ég kenndi
latínu einn vetur í fimmta bekk.
H — Mikið er nú rætt um að erlent fjölmiðlaefni
sem streymir inn í landið ógni íslenskri menningu
og tungu, þessi vá steðjaði ekki að ykkur, voru
kannski einhverjar aðrar hættur sem talað var um
á þeim tíma?
F — Nei við þurftum ekki mikið að hafa áhyggj-
ur af þessu, það var ekki mikil umræða af þessu
tagi þá. En það þarf að vera vel á verði núna og
fólk þarf að athuga vel hvert stefnir. Það ætti að
vera nóg að gera fyrir íslenskumenntað fólk í
framtíðinni í þessu sambandi, það þarf kröftugt
lið í þetta.
H — Manstu eftir því hvernig viðhorfið var til
háskólanema á þínum námsárum? Ég spyr að
þessu af því að maður heyrir stundum tortryggnis-
raddir, fólk er að velta því fyrir sér hvað fer fram
þarna í Háskólanum og hefur sumt ekki alltof
mikla trú á því. Maður lendir stundum í því að
vera hálfpartinn farinn að verja nám sitt og líklega
ekki síst af því að það er í heimspekideild. Það eru
svo margir sem sætta sig helst ekki við annað en að
sjá krónurnar hreinlega streyma út.
F — Ég man svosem ekki eftir neikvæðu við-
horfi í okkar garð. En það er náttúrulega eins og
gengur, menn vilja sjá þetta gefa eitthvað í aðra
hönd. Reyndar var spurt að því niðri í fjármála-
ráðuneyti hér í gamla daga; „hvað gefur Lands-
bókasafnið í aðra hönd?“ Það kom hik á lands-
bókavörð, þá sagði sá sem spurði; „já tökum Þjóö-
leikhúsið, þar kemur þó eitthvað inn, þeir selja
aðgang.“ Þar hringlaði í og það var það sem hann
skildi.
H — Já þetta er eitthvað sem breytist líklega
seint. En svona að lokum, ertu sáttur við Mími og
þau störf sem hafa verið unnin í nafni félagsins á
liðnum árum?
F — Já ég held að grundvallarmarkmiðin sem
sett voru í upphafi haldi sér enn og það hafi verið
starfað í réttum anda. Mér sýnist að maður geti
bara verið ánægður með það að hafa verið fyrsti
formaðurinn.
Ég þakka Finnboga kærlega fyrir spjallið.
Hildur Gróa Gunnarsdóttir
r
Öndvegisrit með afslætti
Árnastofnun birtir traustar textaútgáfur og vönduð fræðirit.
Bókaskrá má fá á skrifstofunni.
Mímisfélagar fá útgáfubækur Árnastofnunar með 15% afslætti.
/ /
Stofnun Arna Magnússonar á Islandi
Árnagarði við Suðurgötu - 101 Reykjavík - Skrifstofusími 525 4010
10