Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 78
Sigtryggur Magnason
Síðasta lag fyrir hlé
Það var ekki um neitt að velja, ég varð að fara á
þessa lúðrasveitartónleika. Ég hafði lofað afa
mínum því þegar hann hafði heyrt fréttirnar frá
Spáni. Lúðrasveitin hafði nefnilega haldið tón-
leika fyrir spænsku hirðina.
Ég signdi mig og drattaðist útum dyrnar. Ég
læsti á eftir mér, það er engu að treysta nútildags.
Einu sinni kom ég meira að segja að gömlu kon-
unni á hæðinni fyrir ofan þarsem hún rótaði í
nærfataskúffunni minni. Ég bauð henni kaffi og
þegar hún þáði það skammaði ég hana og henti
henni út. Nú er hún dáin en ég sé samt ekkert eftir
þessu. Húðin í andliti hennar var orðin svo slöpp
og grá að stundum þegar ég dottaði á daginn í
vinnunni dreymdi mig partí þar sem við vorum tvö
ein eftir í dynjandi danstónlist. Tónlistin togaði
mig til hennar og fætur mínir hlýddu ekki boðun-
um og biðu ekki boðanna heldur báru mig til
hennar og ég vaknaði alltaf þegar kinnar okkar
snertust í vangadansi. Annað slagið finn ég fyrir
mjúkri og lausri húðinni við mína. Ég fæ alltaf
hroll þegar húsvörður hugans opnar þessar dyr og
sýnir mér málverkið af konunni.
Ég gekk niður stigann, reyndi að hrista hugsan-
irnar af mér, svipti mér út um dyrnar og flýtti mér
að loka. Loftið var létt og kalt en hljóp stundum til
í vinda einsog guð væri að kreista lofthjúpinn til
þess eins að geta verið einhverjum til ama fyrst að
María er hrein mey sem segir alltaf, alltaf nei.
Kaldur vindur marsmánaðar ruglaði hári mínu og
ég skammaði hann í hljóði en hann vildi ekki
hlýða fyrr en ég lokaði hann úti með garðaprjóns-
húfu sem afi minn prjónaði á Reykjalundi. En
vindurinn gafst ekki upp heldur leitaði nýrra fórn-
arlamba sem ekki áttu húfu og kannski ekki held-
ur afa sem prjónar.
Þegar ég var að verða kominn niður að húsi afa
og konunnar sem var einusinni amma mín en ligg-
ur nú sofandi í kassa í Grafarvoginum fann ég
fætur mína herða á sér. Þeir eru óþolinmóðir og
trylltir vegna vindsins, hugsaði ég og klappaði
þeim til að róa þá. Þeir róuðust og við hægðum á
okkur og stoppuðum fyrir framan dyrnar hjá afa.
Það var snjótittlingur á vappi í illa hirtum garð-
inum hjá honum. Ég tók upp smá steinvölu og
fleygði í áttina að honum og hitti, en ekki nógu vel
svo fuglinn flögraði særður í burtu. Ég hringdi
bjöllunni og gamall, lítill og aðallega niðurlútur
maður kom til dyra. Hann þekkti mig ekki alveg
strax en eftir að hafa horft á mig smástund dæsti
hann og furðaði sig á eigin gleymsku. Furðaði sig á
því að hafa gleymt lúðrasveitartónleikunum.
Hann dreif sig í föt og við skunduðum af stað.
Þarsem við gengum upp eftir Bankastrætinu urð-
um við snertifletir margra augnatillita. Þau þreif-
uðu á okkur og glottu við okkur; ungum hávöxn-
um manni og gömlum lágvöxnum manni. Við
beygðum af Bankastrætinu og gamli maðurinn
beygði af. Hann vissi að hann var lágvaxinn og
krypplaður. Krypplaður og visinn eins og dauð
stofuplanta. Ég þóttist ekki taka eftir neinu og
dreif hann áfram að Musteri Guðs og Guðjóns.
Eftir að hafa borgað skattinn til mannsins í
dyrum musterisins gátum við gengið inn. Við lét-
um fötin okkar í hengið, gengum inn með stóla-
röðunum og settumst á fremsta bekk. Hljómsveit-
in var að koma sér fyrir. Ég varð spenntur þegar
ég minntist fréttanna frá Spáni. Hljóðfæraleikur
sveitarinnar hafði leikið ljúflega um kaþólsk eyru
og hafði hrifið hinn eðalborna múg salarins með
stríðum tónum íslenskra fjallavinda. Og nú var
sveitin hingað komin. Og nú var gamli maðurinn
hann afi minn hingað kominn til að hlýða á.
Það sem gerði þessa hljómsveit svona sérstaka
var hljóðfæraskipanin. Þessar sjö persónur hljóm-
sveitarinnar spiluðu allar á básúnur. Ég leit á úrið
mitt. Tónleikarnir voru í þann mund að hefjast.
Og stór dökkhærður maður sem skipaði hægri
enda sveitarinnar taldi inn í lagið. Básúnuhljómar
ómuðu um alla kirkjuna. Gott á Guð, hugsaði ég,
nú getur hann ekki sofið. Ég hafði komist að því
með miklum spekúlasjónum að Guð hlaut að sofa
þegar dagur væri á íslandi, annars myndi hann
ekki láta trúarlíf hér afskiptalaust. Ég hafði kom-
ist að þessum sannleik í sömu hrinu spekúlasjóna
og þegar ég fattaði að hnésbætur væru ekki fuglar,
76