Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 52

Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 52
á öndverðri 10. öld, mun hafa verið það skáld sem kom sínum einkamálum mest inn í kveðskap. Hinn dróttkvæði kveðskapur inniheldur allajafna lítt persónuleg kvæði enda öll áhersla lögð á um- búðir fremur en innihald. Egill kemst sem sagt nær því að gera skáldskap sinn tilfinningaþrung- inn en öll þau skáld sem skáldskapur af þessu tagi er varðveittur eftir. Það kemur sérstaklega fram í Sonatorreki Egils. Af fleiri íslenskum skáldum má nefna Kormák Ögmundarson sem orti um Sigurð Hlaðajarl en þekktasti kveðskapur hans eru stemningsvísur, ortar á ferðalagi, um unnustuna sem hann fékk aldrei að giftast; Úlfur Uggason orti hina frægu Húsdrápu um myndir á veggteppi í höll Ólafs páa í Hjarðarholti; Einar skálaglamm var við hirð Há- konar jarls Sigurðssonar og orti um hann drápuna Velleklu; Eilífur Guðrúnarson orti Þórsdrápu; Sighvatur Þórðarson kvað Bersöglivísur og Þjóðólfur Arnórsson Sexstefju, svo eitthvað sé nefnt en síðar athugum við nánar einstök kvæði og viðfangsefni þeirra. Eins og áður var komið inn á hlutu þessir menn, og fleiri, mikla frægð erlendis fyrir verk sín. í um tvær aldir er dróttkvæður kveðskapur viðhafður við hirðir norrænna kon- unga en þá fara vinsældir stílsins að dala, og á „12. og 13. öld eru dróttkvæðin að verða lærdómslist og fornfræði1'.3 Bræðurnir Ólafur hvítaskáld og Sturla Þórðarsynir eru síðustu hirðskáldin sem nafngreind eru og eitthvað hefur varðveist eftir. Báðir ortu um Hákon gamla en jafnframt mun Sturla hafa ort um Magnús son Hákonar lagabæt- is. Astæður fyrir hnignun dróttkvæðs kveðskapar virðast ekki vera mjög ljósar og nokkrar getgátur til, og þá kannski sú þægilegasta að hann hafi einfaldlega dottið úr tísku eins og hin ýmsu skáld- skaparform hafa svo sem gert í gegnum tíðina. Vésteinn Ólason hefur komið inn á þetta í skrifum sínum um hirðkveðskap: Hirðkvæði hafa löngum verið talin merkileg heimild um sögulega viðburði og eru það vitaskuld svo langt sem þau ná. Jafnframt eru þau til vitnis um ákveðið hugarfar og um þá hugmyndafræði eða lífsviðhorf sem mótaðist með fylgdarmönnum höfðingja á víkingaöld og æsti menn til dýrkunar á afrekum í hernaði og óttaleysi við dauðann. Eins og við er að búast hefur hernaðarandi þessi veikl- ast nokkuð á friðartímum og eftir því sem kristni skaut dýpri rótum, enda má búast við að minni þörf hafi verið fyrir hirðkvæði til áróðurs eftir að konungsvald efldist og Noregskonungur festist í sessi á 13. öld. Kvæðin sem Sturla skreytir Hákon- ar sögu með eru sett þar til skrauts og af íhaldsemi en eru vitaskuld ekki heimildir eins og vísurnar sem Snorri föðurbróðir hans tók upp í Heims- kringlu.4 í bók sinni Old Norse Court Poetry skiptir Roberta Frank umfjöllun sinni um efni og ein- kenni dróttkvæða niður í kafla eftir yrkisefnun- um: um skáldskapinn sjálfan; goðsöguleg efni; lof og níð; stríðskveðskapur; ferðakveðskapur og ást- arkveðskapur, ef hægt er að tala um slíkt innan greinarinnar (sbr. Frank 1978). Þessi skipting veit- ir nokkuð góða mynd af þeim yrkisefnum sem tíðkuðust meðal íslenskra hirðskálda en þó er eins og hinum fyrstu tveimur slái oft saman með öðr- um. Það var nefnilega algengt hjá skáldunum að vitna í t.d. goðafræðileg efni hvað sem þeir voru að yrkja um upphaflega. Það virðist einnig sem að ekki væri ort um skáldskapinn sjálfan án þess að goðafræðin kæmi þar einnig við sögu, sbr. skálda- mjöðinn og tengslin við Óðin svo eitthvað sé nefnt. Þegar skáldin ortu til konunga sinna eða um skildi eða önnur listaverk innihalda kvæðin oftast einhverja goðsögulega skírskotun; þar sem listaverkin voru t.d. yfirleitt unnin út frá goða- fræðinni. Þannig verða, í fyrsta kaflanum hér á eftir, undir einn hatt sett þau tvö efni sem fyrst eru upptalin hér að ofan eða öllu heldur þau tekin til hliðsjónar í umfjöllun um hin eiginlegu hirðkvæði sem ort voru sérstaklega um konung eða tengdust honum á einhvern áþreifanlegan hátt. Þar sem goðafræðin á auðvelda leið inn í hvaða viðfangs- efni sem er hjá hinum ágætu skáldum sem hér eru til umræðu mun hún jafnan vera viðloðandi um- ræðuna en hún svo tekin sérstaklega fyrir undir 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.