Mímir - 01.06.1996, Side 73
Eldri orðskýringar er að finna hjá Páli Vídalín
(1667-1727) í riti hans Glóserum yfir fornyrði lög-
bókar íslendinga.13 Þar leitast hann við að útskýra
fyrir samtímamönnum sínum merkingu orða og
ákvæða gamalla laga, þar á meðal er orðið tröll.
Páll greinir orðið í tvo meginþætti, annars vegar
merkir það uppvakta drauga, anda íklædda stór-
um líkömum.
Hér merkir orðið tröll, eftir sinni eigin náttúru,
anda óhreina og uppvakta drauga, sem Snorri
Sturluson segir um Oðinn: Stundum vakti hann
upp dauða menn úr jörðu, eður settist undir hánga
(það er hengda menn), því var hann kallaður
Draugadrottinn eður Hángadrottinn ... Var það
trú fornaldar, að andar bæði vondir og góðir mættu
klæðast holdi, eður gjöra með sjónhverfingum á
sér holdlegt skyn, um lengri stund eður skemmri,
sem vottar Grs.20 K. og Eyrbyggja, um aptur-
gaungu Þórólfs Bæifótar.
Hins vegar telur hann merkingu þess vísa til
„holdlegra manna“ sem hann sundurgreinir í þrjá
liði.
Sú önnur merking þessa orðs er sú, að það þýðir
eigi óhreina anda eins og hér í Mh.2., heldur hold-
lega menn, annaðhvört fyrirtaks stóra, og heita
það Jötnar og Risar, eður eigi stærri en aðrir
menn, og þó með einhvörjum fjandakrapti meng-
aða, eður hvörutveggja, bæði yfirtaks stóra og með
fjandakrapti tryllta.14
Orðið tröll hefur því fjóra merkingaranga að
mati Páls, tröllið er andi sem hefur tekið á sig
mannsform, stórvaxinn maður, trylltur maður eða
maður sem bæði er stórvaxinn og trylltur. Dæmin
styður Páll með tilvitnunum í ritaðar heimildir
eldri tíma, þ.e. íslendingasögur, fornaldarsögur
og rit Snorra Sturlusonar.
Tröll annarra landa
Lítum nú til tröllaorða í nágrannamálum. íslensk
orðsifjabók15 og orðsifjabók Jan de Vries16 gefa
upp eftirfarandi orð:
færeyska: trpll = galdrakarl, draugur
norðurnorska: troll = galdrakind, grýla, ófreskja
fornsænska: trol, trul = óvættur
danska: trold = galdrakind
suðureyska: trolla = fisktegund
miðháþýska: trulle = svartálfur (kobold), draug-
ur, óvættur, ruddamenni.
finnska: turilas = risi, aldinborri (þ.maikater)
íóUJoleitW'
Hér liggja ýmsir þræðir. Af færeysku má ráða
að þar renni tvær þjóðsagnaverur saman í eitt,
þ.e. draugur og galdrakarl, án nokkurrar tilvísun-
ar í stórvaxna veru. Þess má geta að í íslenskum
þjóðsögum síðari tíma er allskýr greinarmunur á
tröllum og draugum. Tröll eru ekki lifandi/dautt
mannfólk eins og draugar heldur verur af annarri
tegund. Kyn sem er eldra mannfólkinu.17
Ef hins vegar er litið til eldri bókmennta, til
íslendingasagna og fornaldarsagna, er bæði hægt
að finna draugs- og galdramerkingu orðsins tröll.18
í Bárðarsögu Snœfellsáss er frásögn af galdrahyski
sem svo er lýst:
Svalr og Þúfa hurfu frá skipinu þegar ina fyrstu
nótt, og spurðist til þeira nökkura stund, en reynd-
ar váru þau í fjallinu ok trylldust þar bæði. Ok er á
leið, gerðust margar óspektir af þeim, ok treystust
menn ekki at at gera sakir trölldóms þeira. [letur-
breyting mín]19
Orðið trölldómur vísar hér til galdraathafna
eins og þeirra sem í ákvæðum Grágásar20 nefnast
fjölkynngi eða fordæðuskapur, „það eru fordæðu-
skapir, ef maður gerir í orðum sínum eða fjöl-
kynngi sótt eða bana mönnum eða fé.“21 Hér er
vísað til þess að tröll séu látnir menn sem reistir
eru upp frá dauðum á líkan hátt og getið er um í
síðari tíma draugasögum. En í textabrotinu er
einnig að finna orsakasögnina trylla sem virðist
fela í sér eins konar umbreytingarferli eða ham-
skipti. Það er sem renni á Sval og Þúfu einhvers
71