Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 35

Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 35
af heildarfjölda þeirra tilvika sem [U] kemur fyrir. Einnig á það við hér að ef tilvik með u eru hverf- andi fjöldi miðað við tilvik þar sem o er skrifað, eru þessar upplýsingar ekki marktækar. Að vísu gefur þetta háa hlutfall tilvika með u á eftir /u,ú/ mjög sterka vísbendingu um að kenn- ingin sé rétt. En þar sem grundvallarupplýsingar skortir, verður það aldrei nema vísbending. 4.2.2. I næstu þremur töflum notar Hreinn þrjú mis- munandi handrit og athugar dreifingu u og o á eftir mismunandi áherslusérhljóðum.29 í AM 673b 4to, sem er tímasett um 1200,30 virðist u einkum vera skrifað á eftir /u,ú/ eða í 30,0% tilvika. Það sýnir sömu tilhneigingu og tafla 4.VIII. sýndi. Aftur á móti er munurinn á tilvikum með u á eftir /u,ú/ og öðrum áherslusér- hljóðum hreint ekki eins áberandi í töflu 4. VIII. Sú tölfræði sem unnin er upp úr handritunum AM 673a 4to og AM 655 VII 4to sýnir ekki að u sé frekar skrifað á eftir /u,ú/. Þar er dreifingin frekar jöfn og mætti jafnvel ætla að hún sé tilviljun. Þessi dreifing sýnir a.m.k. ekki að kenningin standist. 4.2.3/ Þrátt fyrir að grundvallarupplýsingar skorti með þessum töflum má ætla, að þar sem hljóð- breytingin í kerfi stuttra, uppmæltra áherslusér- hljóða átti sér stað síðar en samsvarandi breyting hjá stuttum, frammæltum áherslusérhljóðum, hafi afleiðinga hennar í kerfi áherslulausra sérhljóða, þ.e. breytingin o > u, ekki gætt að neinu marki fyrr en síðar. Þannig gefa allra elstu handrit ekki nógu góðan vitnisburð um þessa breytingu og þyrfti því að skoða yngri handrit til að gera sér góða mynd af henni. 5.0, Hómilíubókin í svo stuttri umfjöllun gefst ekki tími til að fara sjálfur að telja áherslulausa sérhljóða í gömlum handritum. Aftur á móti er gott að geta fengið einhverskonar samanburð við tölfræðilegar niður- stöður Hreins, sem er byggður á samtíma hand- riti. Stokkhólmshómilíubókin er tímasett um 120031 og telst því með elstum íslenskum handritum. í inngangi að nýjustu útgáfu hennar32 er m.a. fjallað um áherslulausu sérhljóðana. 5.1. Um [1] í umfjöllun útgefandans, Andreu van Weenen, eru tilvik þar sem [1] kemur fyrir skoðuð ágætlega. Þó er heildarfjöldi tilvika með [1] — og þ.a.l. öll tilvik með i og öll tilvik með e — ekki gefinn upp nema í nokkrum köflum bókarinnar. Ástæðan fyrir því er að ýmsir fræðimenn hafa talið að marg- ir skrifarar hafi komið við sögu í ritun bókarinn- ar.33 Því er umfjölluninni um [1] í áhersluleysi skipt niður eftir þeim rithöndum sem fræðimenn þykjast hafa fundið. Oftast er það ríkjandi að e sé skrifað þar sem [1] kemur fyrir en í nokkrum köflum bókarinnar jafn- ast hlutfallið á milli e og i og hafa menn því séð ástæðu til að skoða þá kafla sérstaklega. Þannig hefur George T. Flom sýnt fram á sérhljóðasam- svörun í nokkrum hlutum bókarinnar.34 The homilies in Homiliubok leaves 43-44 and leaves 57-61 show vowel-harmony. That in 43-44 has a limited vowel-harmony that is practiced al- most without exception after i, y and u; it is also definite present after o. In the homily in leaves 57 a-61 a we have full vowel-harmony we know to have been practiced in northwestern Norway ... Aftur á móti hafa aðrir þá skoðun að Hómilíu- bókin sé skrifuð með einni rithönd.35 Ef svo er má rekja sérhljóðasamsvörunina sem Flom sýndi fram á, til annarra þátta en að slík sérhljóðasam- svörun hafi tíðkast hjá íslenskum skrifurum. Þar að auki er niðurstaða Floms bundin við stutta kafla í bókinni sem merkir — sé bókin skrifuð með einni rithönd — að rannsókn hans sé ómark- tæk þar sem hún gerir ráð fyrir mörgum rithönd- um. Sú umfjöllun sem hér er við höfð miðast við að Hómilíubókin sé öll skrifuð af einum skrifara og því ástæða til að gera grein fyrir [1] í áhersluleysi í bókinni allri, en ekki bara einstökum hlutum hennar. 5.1.1. Eins og áður sagði er fjöldi tilvika með [1] ekki talinn í allri bókinni. Einungis eru birtar talningar þar sem hlutfall e og i er svipað og þar sem Flom sýndi fram á sérhljóðasamsvörun.36 Þessar taln- ingar lagði ég saman og sýna þær hlutfall i og e á eftir mismunandi áherslusérhljóðum.37 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.