Mímir - 01.06.1996, Side 19

Mímir - 01.06.1996, Side 19
ins eða þá afneitað þeim með öllu. Síðustu tvö árþúsund hefur okkur til að mynda verið innrætt sú skrítna skoðun að maðurinn sé því aðeins manneskja að hann mótmæli sjálfum sér, sínum holdlega líkama, að hann kveði niður vonargand sinn og gefi sig fjarlægðinni á vald. Naglstungið mannslíki varð að fyrirmynd allra manna, hugsjón mennsku og sögu, mannkynið setti sér það mark- mið að festa sjálft sig uppá krosstré, eyða þrá sinni og löngun fyrir draum um líf hinumegin við dauð- ann jafnframt því sem náttúrulegt ofbeldi varð að illsku og fordæmingu. Þessi hugmyndafræði hefur verið borin uppi af tveimur sjálfsímyndum sem mynda skarpa andstæðu við myndina í Lascaux. Önnur þeirra birtist okkur í líki Krists, fullkom- innar hugveru sem óháð er reipum holdsins, en hin á sér þúsund ásjónur líktog djöfullinn sem í eðli sínu er andlaus efnisvera, morðingi sálarinn- ar. Samvera þessara ímynda í vestrænni menningu sýnir að um leið og ofbeldinu er úthýst þá fæðist skrímslið, mótmynd hins góða, útilokunin kallar á afskræmda útrás; og þeir hanga saman einsog krossfestir hvor á öðrum, Jesús Kristur og Gilles de Rais, festir saman á bjálkum, andstæðar mynd- ir sem þarfnast hvor annarrar því hvorug getur án hinnar verið. 2. Astæður mannlegrar grimmdar hafa lengi verið mönnum umhugsunarefni, hvað fær manneskju til að kvelja og myrða aðra manneskju, er spurt, uppúr hvaða veraldarsora sprettur illska morð- ingjans — er hún manninum ásköpuð eða kemur hún til hans að utan, er hún eðlilegt viðbragð við ægilegu áreiti eða þá vakin af dulinni ástríðu sem rís uppum vök í meðvitundinni við ákveðin skil- yrði? Er morðinginn venjulegur maður eða býr hann yfir sérstökum eiginleika, er hann frábrugð- inn öðrum mönnum eða nauðalíkur hverjum sem er og þá sjálfum þér — erum við öll undir sama möguleikann seld? Einar H. Kvaran glímdi við þetta vandamál í skáldsögu sinni Sambýli (1918), en í henni tætir harðneskjuleg styrjöld í sundur trú á mennina, brjálað barn sem tínir lifandi ánamaðka á bál sér til skemmtunar verður að tákni um alheimsstjórn; var siðferðisþroskinn nokkuð annað en hag- kvæmnissjónarmið sem dylur auðn og öngþveiti, er spurt. Illugi Jökulsson fæst við sama vandamál í skáldsögu sinni Barnið mitt barnið (1993), en í henni kemst venjulegur borgari í Reykjavík, faðir tveggja ára gamals barns, á snoðir um hræðilegan glæp, barnsmorð, atburð sem hrærir hann svo um munar; og heldur hann af stað útúr bænum í leit að þeim sem drýgði glæpinn voðalega. Þessi leit ber hann yfir Hellisheiðina, niður í Hveragerði, upp Skeiðin, undir Eyjafjöll og austur í Vík í Mýrdal þarsem hann nær fundum morðingjans. Á leiðinni upplifir þessi sögupersóna veruleika sem Sunnlendingar hafa ekki kynnst hingaðtil að neinu marki — örbirgð og hungur, stríð og sora, afskræmingu og miskunnarleysi, en um leið sér- kennilega fegurð mitt í ljótleikanum. Kunnuglegt umhverfi er hér fært í annarlegan og hrollvekjandi búning: undirlendi Suðurlands verður að Balk- anskaga, Afríku, Ríó de Janeiró; íbúar Hellu og Hvolsvallar heyja ægilega styrjöld sín á milli, hungursneyð ríkir við Markarfljót, börnum er lóg- að af lögreglu í Vík. Persóna sögunnar leitar að skýringum á barnsmorðinu í upphafi en kemst að raun um að það er sífellt og allsstaðar að gerast, að samtíðin öll er eitruð, hungruð og brjáluð af mannhatri, að morðinginn í Vík/Ríó er langt í frá einstakur í sinni röð. Leit hans að svörum reynist af þeim sökum afar torsótt enda svara rómantísk- ar uppúrveltur eða kaldrifjaðar háðsglósur ekki neinu, né heldur klisjukenndar upphrópanir um eðli manneskjunnar. Stríðsraunveruleiki Illuga og Einars á sér marg- ar hliðstæður því samtíðin hefur sennilega alltaf verið eitruð af mannhatri þótt nú sé það tækni- væddara og stórvirkara en áður. Það er í eðli sínu hið sama nú á dögum sem á tímum „svarta baróns- ins“ enda hefur sonum hans fjölgað ef eitthvað er og þeir stöðugt sest að völdum líktog samfélagið sé einsog sálarlífið haldið tortímandi endurtekn- ingaráráttu. Svarti baróninn, Gilles de Rais (1404-1440), hefur stundum verið nefndur við- bjóðslegasti glæpamaður allra tíma enda var hann lostakvalari, alkemisti, nekrófíll og djöfladýrk- andi auk þess sem hann myrti hundruð barna á fáeinum árum, 1432-40. Ættgöfgi þessa manns, auðæfi hans, stríðsfrægð, óheyrilegir glæpir og hákristilegur dauðdagi — allt hefur þetta hann útfyrir aðra menn, til æðstu tignar, enda varð hann að heilögu skrímsli, dýrlingi hins illa, í munnmælum almúgans. Þegar Gilles de Rais er metinn má ekki gleymast að hann var ekki einsog hver annar lúðulaki á sinni tíð; hann var ekki aðeins frábrugðinn öðrum í krafti gífurlegra eigna heldur var tilvist hans dýrðleg í sjálfri sér; þessi 17

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.