Mímir - 01.06.1996, Side 63
(1993:37) á að Halli, aðalpersóna „Sneglu-Halla
þáttar“, komist upp með að ögra konungi af því að
hann sé eins konar hirðfífl eða trúður. Hermann
Pálsson (1992:156) segir um sömu persónu: „Þegar
svo ber undir læðist sá grunur að grómlausum les-
anda að hirðskáld kunni að draga dám af hirð/;//i og
ruglast á hlutverkum beggja." Hugmyndin um
Sneglu-Halla sem hirðfífl er sennilega komin frá G.
Turville-Petre (1953:152) sem sagði um Halla: „He
was a plebeian, and his poetry is burlesque of a low
order. He can be regarded only as a court fool.“
3 Rétt er að geta þess að í ritgerðinni er lagður sá
skilningur í orðið hirðlíf að það merki venjubundna
viðburði í höll konungs eða við hirð hans, daglegt líf
sem tengist skemmtun fremur en orrustum og öðr-
um skylduverkum.
4 Ásdís Egilsdóttir (1995) hefur bent á að séra Þórleif-
ur Jónsson hafi með útgáfu sinni á Fjörutíu íslend-
inga-þáttum árið 1904 kynt undir þeirri skoðun að
líta bæri á þessar frásagnir í samsteypuritunum sem
sjálfstæðar sögur um ævintýri Islendinga við hirð
konungs. Hún telur hins vegar að skoða þurfi sög-
urnar í samhengi við það umhverfi sem þær eru í og
vill skoða þættina sem frásagnir tengdar konungum
og markmið þeirra sé að varpa skýrara ljósi á kon-
unginn og atgervi hans.
5 Algengt orðalag í konungasögum er t.d.: yfir borð-
um; á veislu; við drykkju. Þetta sjáum við t.a.m. í
Heimskringlu enda er sviðsetning eitt af aðalsmerkj-
um Snorra Sturlusonar og notfærir hann sér oft
borðhald og drykkjur í því skyni. Lars Lönnroth
(1978) kemur inn á þetta í bók sinni Den dubbla
scenen þar sem hann setur einnig fram skemmtilegar
kenningar um tengsl flytjenda og áheyrenda í munn-
legri sagnahefð miðalda.
6 Heimskringla (1893-1900:1,40).
7 Sverris saga (1920:91).
8 E. K. Chambers (1903:1,1-41) telur farandleikara
miðalda eiga rætur sínar að rekja til falls leikhúsanna
á 6. öld (e. Kr.). Hann segir að þá hafi hið klassíska
rómverska leikhús verið leyst upp af kirkjunnar
mönnum sem og germönskum „villimönnum".
Leikararnir urðu því að taka upp nýja siði: „More
than ever they learnt to turn their hand to anything
that might amuse; [...] In little companies of two or
three, they padded the hoof along the roads, travell-
ing from gathering to gathering, making their own
welcome in castle or tavem, [...] They were, in fact,
absorbed into that vast body of nomad entertainers
on whom so much of the gaiety of the Middle Ages
depended. They became ioculatores, jougleurs,
„minstrels" (24-25).
9 Reto R. Bezzola (1944) rekur sögu hirðskálda eða
hirðkveðskapar í Evrópu allt aftur til fjórðu aldar í
bók sinni Les Orgines et la Formation de la Littéra-
ture Courtoise en Occident.
10 Að telja Hreiðar heimska til skálda er e.t.v. fremur
langsótt en því verður ekki á móti mælt að hann
kveður kvæði fyrir konung.
11 Sjá Hermann Pálsson (1992:149).
12 Um þetta fjallar Hermann Páisson (1992) í grein
sinni „Hirðskáld í spéspegli“. Þar tekur hann fyrir
þessar fjórar frásagnir og segir m.a. að í þeim bregði
ekki einungis fyrir skrýtnum skáldum heldur einnig
merkilegum áhuga, þekkingu og jafnvel andúð á
kveðskap, og nokkurrar kaldhœðni gœti þar um leið
(153).
13 Sjá Hermann Pálsson (1992:149). Hann notar orðið
fábyljur um franskar skopsögur, fabliaux.
14 Sjá skýringu á orðinu fool í The New Encyclopœdia
Britannica (1989:IV,870). Þar kemur fram að at-
vinnufíflska hafi blómstrað allt frá dögum egypskra
faraóa og fram á 18. öld. Ennfremur er bent á þá trú
manna að hverskyns afmyndun fældi burt hið illa og
það hafi e.t.v. átt þátt í vinsældum fffla sem oft voru
á einhvern hátt afmynduð eða vansköpuð, t.d.
dvergvaxin eða með kryppu.
15 William Willeford (1969:10). Súsemmesthefurfjall-
að fræðilega um fíflið er Enid Welsford. Því miður
tókst mér ekki að komast yfir bók hennar The Fool:
His Social and Literary History en lœt hérfylgja eina
tilvitnun Willefords í bók hennar: „[Thefoolj causes
amusement not merely by absurd gluttony, merry
gossip, or knavish tricks, but by mental deficiencies
or physical deformities which deprive him both of
rights and responsebilities and put him in the para-
doxical position of virtual outlawry combined with
utter dependence on the support ofthe social group to
which he belongs“ (14).
16 William Willeford (1969:26-27). Rétt er að benda á
að Willeford fjallar einnig um tengsl konungs, hetju
og fífls.
17 Munurinn á frásögninni í þessum þremur handritum
er ekki teljandi og styðst ég fyrst og fremst við þá
gerð sem er í Morkinskinnu.
18 Morkinskinna (1932:124).
19 Morkinskinna (1932:126).
20 Orðið fíflska hefur hér örlítið útvíkkaða merkingu
miðað við orðabækur sem segja það merkja heimsku
eða bjánaskap. Fíflska merkir bæði atgervi og atferli
fífls.
21 Morkinskinna (1932:129).
22 Segja má að H. R. Ellis Davidson (1979) bendi á
þessa túlkunarleið í grein sinni um Loka og Amleth
en þar segir: „We also have the widespread popular
motif of the fool who is in reality wiser than he
seems, and who does well in the end, like the cunn-
ing Refr of Gautreks Saga or Hreidar the Fool in the
tale Hreiðar þáttr heimska“ (15). Raunar ýjar Vé-
steinn Ólason (1993:36) að þessu með túlkun sinni í
fslenskri bókmenntasögu II þar sem hann segir að
smám saman komi í Ijós að Hreiðar veit viti sínu. En
61