Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 26

Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 26
Ármann Jakobsson Norðangarrinn Bólu-Hjálmar tveggja alda gamall Hann starir önugur framan í mig, þung- brýndur með sigin munnvik fýlusvipsins og hrukkótt enni geð- vonskunnar en kring- um úfinn hárkragi, augun full sársauka. Bólu-Hjálmar, eins og Ríkarður Jónsson sá hann fyrir sér. Feigur Fjörgynjar- son. Heldur nöturleg- ur að sjá, við fyrstu sýn illmannlegur en sú tilfinn- ing hverfur ef betur er gáð. Petta er ekki kaldur maður heldur kuldabarinn. Bólu-Hjálmar er skáld Islands, þess kalda og ágenga lands. Fá skáld eru jafn íslensk í Ijóðum sínum. Af þekktustu ljóðum Hjálmars leggur íslenskan kaldrana. Þau eru ágengur vetrardagur, næða um lesandann, skilja hann eftir með hroll. Þessi gust- ur er laus við lof og smjaður: „eru því flestir aum- ingjar / en illgjarnir þeir, sem betur mega", segir hann um sveitunga sína. Enginn fær sett sig á háan hest, þann finnur gusturinn og kveður niður á jörðina með háði og níði. Þessi kuldi lemur menn sundur og saman og skilur eftir kalda og veður- bitna en sterkari en áður. Skáldskapur Hjálmars er norðangarrinn sem engu eirir. Islenskast allra skálda. Bólu-Hjálmar var ekki aðeins skáld heldur hagyrðingur sem orti bréf í stað lauss máls í anda tímans, hann er rímnakon- ungur sem heldur tryggð við hinn séríslenska brag og öfugt við marga aðra tekst honum aldrei betur í skáldskapnum en þegar hátturinn er erfiður, það er eins og Hjálmar lyftist í æðra veldi í glímu við erfiðan brag. íslendingur allra tíma er hann, hag- yrtur, hrekkjóttur, illur viðureignar, hálfgerður einfari, skapmikill, níðskældinn. íslendingurinn þegar á móti blæs, sá sem allt lifir af, hefur munn- inn fyrir neðan nefið, bitur út í menn og tilveruna en lifandi, stormur og stórsjór fá ekki grandað honum. Líf Islendingsins er ekki dans á rósum en hann heyr sína glímu við það, vopnaður skáld- skapnum. Fyrsti íslenski blúsarinn var hann kall- aður nýlega. Kraftaskáld hefur hann einnig verið nefndur. Þetta er sá Hjálmar sem okkur er hugleikinn, sá sem mynd Ríkarðs Jónssonar sýnir, sá sem frá- sagnaraðferð bókmenntasögunnar þarf á að halda á sínum stað, alþýðuskáldið, ómenntaður snilling- ur á undan sínum tíma, „kolsvartur raunsær hrafn í hópi bláfugla rómantísku skáldanna41.1 En hversu rétt er sú mynd? Eysteinn Sigurðsson telur að enda þótt raunsæismenn hafi leitt Hjálmar til sætis í íslenskri bókmenntasögu sé hann um margt rómantískt skáld en ekki eru allir á eitt sáttir um það.2 Hvað sem því líður er víst að í hörpu skálds- ins eru fleiri strengir en sá napri, hún gefur einnig frá sér þíðari tóna og skáldið á til mikinn hita, einkum trúarhita. Undir íslenskum klaka brenna hjartasár. En Islendingar vilja hafa sinn Hjálmar hvassan, eins og í Tímarímu sem sagt var um: „I þessu voðakvæði er hver hending hert í eitri.“3 Hann er skáldið sem einn allra sér Island eins og það er, slitið og gamalt, í Þjóðfundarsöng 1851 og þegar Island fagnar konungi sínum á Þingvelli 1874. Hann er sá sem finnst sveitungar sínir aumingjar og illgjarnir. Hann er sá sem yrkir: „Hæg er leið til helvítis, / hallar undan fæti“ og „hamingjunni sé hæsta lof / Hjálmar er bráðum dauður“ og „Mínir vinir fara fjöld“ og „Mér er orðið stirt um stef“ og „Æ, hvað ég er aumur“ og svo koll af kolli. Eitur, beiskja, frost, ömurleiki. Lífið er strit, lífið er barátta, lífið er eymd. Lífið er svipa sem ber menn áfram í átt tii dauðans. Hjálmar er ekki skáld allsnægta og áhyggjuleysis. Kvæði hans eru ort í „sulti, nakleika, kröm og kvöl“ eins og hann kall- ar það sjálfur í Umkvörtun en það hefur ekki 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.