Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 75

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 75
af indóevrópsku rótinni *dreu- sem merkir hlaupa eða trítla.32 Þessum skýringum hafnar Wilbur.33 Hann bendir á að bæði Sievers annars vegar og Falk og Torp hins vegar, sem komu fram með skýringarn- ar tvær hér að ofan, eigi í erfiðleikum með að sýna fram á þróun merkingarinnar frá upphaflegu rót- inni og vegna þess sé erfitt að leiða nógu sterk rök að því að samlögun hafi getað farið fram í sam- hljóðaklösunum -ðl, hjá Sievers, en -zl, hjá Falk og Torp. Sjálfur telur Wilbur að frummerking orðsins sé verknaðurinn að snúa, þ.e. tröllið er svikul vera sem snýr hlutum á hvolf fyrir and- stæðingi sínum. Þessu til stuðnings bendir hann á tengsl trölla við galdur. E. Elqvist hafði áður gengið út frá sömu grunnmerkingu og Wilbur en hafði farið nokkuð aðra leið í því að túlka uppruna hennar. Hann taldi að snúningurinn vísaði til þjóðtrúar á glóandi vígahnetti sem er náttúrufyrir- bæri er myndast í þrumuveðri. Tröllin tækju á sig mynd eldhnattar til að flýja reiði þrumuguðsins.34 Erfitt er að greina hvað réttast er í þessu máli. Merkingarskýring Wilburs er að mínu mati sann- færandi miðað við þá mynd sem við höfum af notkun orðsins í Islendingasögum, fornaldarsög- um og í þjóðsögum síðari tíma. Hins vegar tel ég að hægt sé að gera betri grein fyrir merkingarþró- un indóevrópsku sagnarinnar *dreu- sem Wilbur taldi vera veika hlekkinn í skýringum Sievers, Falks og Torps. Sögnin *dreu- merkir að hlaupa eða trítla. Ekki er laust við að tihugsunin um trítlandi tröll kalli bros fram á varir og fái mann til að efast um gildi þessara fræða en ef litið er á þau orð sem hafa þróast frá rótinni í germönskum tungumálum kemur annað í ljós. Sænsk máll.: trysa = ganga hart fram, æða frísneska: truseln = reika, hrasa, skögra þýsk máll.: triiseln = velta35 norsk máll.: trosa, trysja = að æða um36 Öll vísa orðin til göngulags. Norrænu orðin fela í sér hraðan og ofsafenginn gang. Þetta er ekki erfitt að sjá fyrir sér. Með hliðsjón af stærð og burðum tröllanna er hraður gangur og hlaup í fullu samræmi við þá mynd sem dregin er af þeim í þjóðsögunni. Það væri þá af bægslagangi og stór- karlalegum hreyfingum sem þau hlytu nafn sitt, á sama hátt og finnski aldinborrinn. En þessar teng- ingar bæta ekki miklu við þekkingu okkar á eðli trölla. Lítum á þýsku sagnirnar tvær. Norrænu sagnirnar vísa á hraðan og ofsafenginn gang en merking þýsku sagnanna snýr nánast að andstæðunni. Þær vísa á erfiðleika við gang. Hugsanlegt væri að grípa til svipaðra skýringa og við norrænu sagnirnar og segja, að þar sem hraður gangur og ofsafenginn getur leitt af sér bægsla- gang þá geti ráf, skjögur og fall einnig vísað til þess. Þessi skýring liggur marflöt á yfirborði og leiðir okkur á sama stað og merking norrænu sagnanna, þ.e. að tröll séu stórvaxnar verur sem gefi frá sér hávaða. Fróðlegri skýringu er aftur á móti að finna í skrifum franska mannfræðingsins Lévi-Strauss37 sem í senn getur varpað nýju ljósi á merkinguna og á uppruna trölla. Vísbendinguna er að finna í formgerðargreiningu hans á grísku goðsögninni um Ödipus. Lévi-Strauss telur að í goðsögunni séu fólgin ákveðin svör við vandamálum sem spretta af mannlegu samfélagi.38 Ödipusarsögnin glímir t.d. við að samræma sköpunarsögu Grikkja. I henni kemur fram að fyrsti maðurinn hafi vaxið úr jörðu eins og planta sem greinilega stangast á við raun- veruleikann þar sem nýr einstaklingur verður til við kynmök karls og konu. Við þessu vandamáli gefur goðsögnin ákveðið svar sem ekki er að finna í yfirborðsgerð textans. Lévi-Strauss endursegir atburðarás sagnanna í jafn fáum setningum og unnt er en að því loknu 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.