Mímir - 01.06.1996, Side 75

Mímir - 01.06.1996, Side 75
af indóevrópsku rótinni *dreu- sem merkir hlaupa eða trítla.32 Þessum skýringum hafnar Wilbur.33 Hann bendir á að bæði Sievers annars vegar og Falk og Torp hins vegar, sem komu fram með skýringarn- ar tvær hér að ofan, eigi í erfiðleikum með að sýna fram á þróun merkingarinnar frá upphaflegu rót- inni og vegna þess sé erfitt að leiða nógu sterk rök að því að samlögun hafi getað farið fram í sam- hljóðaklösunum -ðl, hjá Sievers, en -zl, hjá Falk og Torp. Sjálfur telur Wilbur að frummerking orðsins sé verknaðurinn að snúa, þ.e. tröllið er svikul vera sem snýr hlutum á hvolf fyrir and- stæðingi sínum. Þessu til stuðnings bendir hann á tengsl trölla við galdur. E. Elqvist hafði áður gengið út frá sömu grunnmerkingu og Wilbur en hafði farið nokkuð aðra leið í því að túlka uppruna hennar. Hann taldi að snúningurinn vísaði til þjóðtrúar á glóandi vígahnetti sem er náttúrufyrir- bæri er myndast í þrumuveðri. Tröllin tækju á sig mynd eldhnattar til að flýja reiði þrumuguðsins.34 Erfitt er að greina hvað réttast er í þessu máli. Merkingarskýring Wilburs er að mínu mati sann- færandi miðað við þá mynd sem við höfum af notkun orðsins í Islendingasögum, fornaldarsög- um og í þjóðsögum síðari tíma. Hins vegar tel ég að hægt sé að gera betri grein fyrir merkingarþró- un indóevrópsku sagnarinnar *dreu- sem Wilbur taldi vera veika hlekkinn í skýringum Sievers, Falks og Torps. Sögnin *dreu- merkir að hlaupa eða trítla. Ekki er laust við að tihugsunin um trítlandi tröll kalli bros fram á varir og fái mann til að efast um gildi þessara fræða en ef litið er á þau orð sem hafa þróast frá rótinni í germönskum tungumálum kemur annað í ljós. Sænsk máll.: trysa = ganga hart fram, æða frísneska: truseln = reika, hrasa, skögra þýsk máll.: triiseln = velta35 norsk máll.: trosa, trysja = að æða um36 Öll vísa orðin til göngulags. Norrænu orðin fela í sér hraðan og ofsafenginn gang. Þetta er ekki erfitt að sjá fyrir sér. Með hliðsjón af stærð og burðum tröllanna er hraður gangur og hlaup í fullu samræmi við þá mynd sem dregin er af þeim í þjóðsögunni. Það væri þá af bægslagangi og stór- karlalegum hreyfingum sem þau hlytu nafn sitt, á sama hátt og finnski aldinborrinn. En þessar teng- ingar bæta ekki miklu við þekkingu okkar á eðli trölla. Lítum á þýsku sagnirnar tvær. Norrænu sagnirnar vísa á hraðan og ofsafenginn gang en merking þýsku sagnanna snýr nánast að andstæðunni. Þær vísa á erfiðleika við gang. Hugsanlegt væri að grípa til svipaðra skýringa og við norrænu sagnirnar og segja, að þar sem hraður gangur og ofsafenginn getur leitt af sér bægsla- gang þá geti ráf, skjögur og fall einnig vísað til þess. Þessi skýring liggur marflöt á yfirborði og leiðir okkur á sama stað og merking norrænu sagnanna, þ.e. að tröll séu stórvaxnar verur sem gefi frá sér hávaða. Fróðlegri skýringu er aftur á móti að finna í skrifum franska mannfræðingsins Lévi-Strauss37 sem í senn getur varpað nýju ljósi á merkinguna og á uppruna trölla. Vísbendinguna er að finna í formgerðargreiningu hans á grísku goðsögninni um Ödipus. Lévi-Strauss telur að í goðsögunni séu fólgin ákveðin svör við vandamálum sem spretta af mannlegu samfélagi.38 Ödipusarsögnin glímir t.d. við að samræma sköpunarsögu Grikkja. I henni kemur fram að fyrsti maðurinn hafi vaxið úr jörðu eins og planta sem greinilega stangast á við raun- veruleikann þar sem nýr einstaklingur verður til við kynmök karls og konu. Við þessu vandamáli gefur goðsögnin ákveðið svar sem ekki er að finna í yfirborðsgerð textans. Lévi-Strauss endursegir atburðarás sagnanna í jafn fáum setningum og unnt er en að því loknu 73

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.