Mímir - 01.06.1996, Side 69

Mímir - 01.06.1996, Side 69
virðast því hafa Bindilögmál A á valdi sínu en ekki Bindilögmál B. Þetta vekur þá spurningu hvort Bindilögmál A sé meðfætt en börn verði að læra Bindilögmál B? Þetta þykir frekar ólíklegt og nið- urstöður rannsóknar minnar renna stoðum undir þá kenningu fræðimanna, eins og til dæmis Tönyu Reinhart og Yosef Grodzinsky, að börnum séu ásköpuð Bindilögmál A og B en hafi ekki ákveðið merkingarfræðilegt lögmál á valdi sínu. Israelski málfræðingurinn Tanya Reinhart hélt því einmitt fram í doktorsritgerð sinni 1976 að tvö lögmál réðu tilvísun persónufornafna eins og ’hann’, 'hún’ og ’það’: Bindilögmál B og þetta merkingar- fræðilega lögmál. Athugið að Tanya er setninga- fræðingur, ekki máltökufræðingur, og fæst við lýs- ingu á máli fullorðinna. Tilgátur hennar höfðuðu ekki mikið til málfræðinga á sínum tíma en þegar niðurstöður máltökurannsókna tóku að birtast á níunda áratugnum, sem sýna greinilega að börn eiga í erfiðleikum með persónufornöfn, fara mál- fræðingar að taka tilgátu Tönyu alvarlega og túlka niðurstöður máltökurannsóknanna í ljósi þeirra. Þessi fornafnatregða er því gott dæmi um það hvernig máltökurannsóknir geta gagnast almennri málfræðikenningu. “ Njóta máltökurannsóknir virðingar? „Það hefur löngum verið þannig að málfræðing- ar hafa ekki tekið máltökufræðinga mjög alvar- lega og máltökurannsóknir þóttu lengi vel ekki til þess fallnar að skýra nokkurn skapaðan hlut. En ákveðnar staðreyndir í máltöku, til dæmis það að börnin sýna þessa fornafnatregðu, hafa orðið til þess að þetta viðhorf í garð máltökufræðinga hef- ur breyst.“ Hvað gerðirðu að loknu doktorsprófí? „Ég lauk doktorsprófi árið 1992, en hafði þá þegar flutt fyrirlestra víða um efni ritgerðarinnar. Haustið 1991 fór ég til dæmis til Stuttgart í Þýska- landi og flutti fyrirlestur þar á ráðstefnu sem nefn- ist Workshop On Comparative Germanic Syntax. Þar var Eric Reuland, hollenskur prófessor sem starfar við háskólann í Utrecht. Hann bauð mér vinnu þegar ég lauk doktorsritgerðinni og ég skellti mér til Hollands í eitt ár. Þar starfaði ég aðallega við rannsóknir en fékk að spreyta mig á kennslu líka.“ Hvernig kanntu við kennarastarfíð? „Ég hafði ekki fengist mikið við kennslu þó ég hefði kennt lítillega bæði í Hollandi og við UCLA. Ég sótti um stöðu við Háskóla íslands þegar ég var úti í Hollandi og fékk hana. Ég hefði getað verið lengur úti því ég var búin að fá stöðuna fram- lengda um þrjú ár. Það má kannski nefna það hér sem dæmi um muninn á launakjörum íslenskra og hollenskra háskólamanna að þar sem ég var búin að vera ár í Hollandi átti ég orðið rétt á bótum frá hollenska ríkinu. Ef ég hefði verið áfram í Hol- landi og fengið þau laun þar, sem ég fékk sem lektor með fasta stöðu við Háskóla íslands, þá hefði mér verið úthlutaður fátækrastyrkur. fs- lensku lektorslaunin mín eru fyrir neðan hol- lensku fátækramörkin! En þrátt fyrir lág laun þá líkar mér mjög vel við kennsluna, hún er mjög gefandi. Þetta er heilmikil vinna og kennslu fylgir mikill undirbúningur, einkum þegar maður er að byrja. Ég hef að sjálfsögðu sérstaklega gaman af því að kenna sérgrein mína, Máltöku barna, og eins finnst mér mjög gaman að kenna Inngang að málfræði. Þetta er með fyrstu málfræðinámskeið- um sem fólk tekur og mér finnst skemmtilegt að sjá áhugann vakna og fólk uppgötva eitthvað nýtt. Ég er mjög ánægð með þetta starf enda er það fjölbreytilegt. Ég kenni, fæst við stjórnun auk þess sem ég leiðbeini nemendum við B.A. og M.A. ritgerðir og loks eru rannsóknir stór hluti af starf- inu. Ég tel mig heppna að hafa fengið stöðuna því það er ekki hlaupið að því að fá fasta stöðu í málvísindum í hinum vestræna heimi í dag.“ Hvaða rannsóknarverkefnum sinnir þú um þessar mundir? „Um þessar mundir má segja að ég taki þátt í þremur rannsóknarverkefnum. í fyrsta lagi er ég að prófa hvort það séu einhver rök fyrir því að íslensk börn noti abstrakt setningaliði, eins og INFL og Comp, í máli sínu strax frá upphafi, í íslensku svokallaða hjálparliði og tengiliði. Rann- sóknin felst í því að ég fer í gegnum íslensku langsniðsgögnin, sem Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við KHÍ hefur umsjón með, og skoða sagnafærslu og önnur atriði í máli barnanna þriggja. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að á tímabili sé stór hluti sagna í máli barnanna í nafnhætti þar sem fullorðnir myndu nota sögn í persónuhætti. Það er athyglis- vert að þegar sagnirnar eru í nafnhætti þá færast þær ekkert í trénu, alveg eins og setningafræðin spáir, en hinsvegar færast persónubeygðar sagnir þegar þær koma fyrir í máli barnanna alltaf. Þetta er spennandi verkefni og hefur verið töluvert rannsakað erlendis á síðustu árum. Eins og mál- tökufræðingar víða um heim kemst ég að því að villur barna eru ekki tilviljunarkenndar, heldur 67

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.