Mímir - 01.06.1996, Page 60

Mímir - 01.06.1996, Page 60
verþr melt.“21 í öðru lagi er Hreiðar sagður ómállatur og ekki orðvar sem bendir til þess að hann hafi litla stjórn á sjálfum sér. Hreiðar gerist hirðmaður konungs og fer litlum sögum af vistinni nema hvað þess er getið að öllu jafnan fylgi honum hlátur. Hann virðist komast upp með að haga sér eftir eigin höfði og þegar Magnús vill ekki taka hann með sér til sáttafundar við Harald konung þá segir Hreiðar að hann muni fara hvort sem konungur leyfi eður ei. Magnús leyfir honum því að fara með sér en á leiðinni springur hestur Hreiðars af mæði. Þá grípur Hreiðar til fráleika síns og hleypur af sér margan hestinn. Á sáttafundinum reiðist Hreiðar í fyrsta skipti og drepur nokkra hirðmenn Haraldar sem henda að honum gaman úr hófi fram. Þetta leiðir til þess að Haraldur vill hann feigan og kemur Magnús honum því fyrir hjá lendum manni. Þar smíðar Hreiðar svín úr silfri og gulli. Þegar síðan Haraldur kemur að leita Hreiðars þá gefur hann konungi gripinn enda vísar svínið til föður Harald- ar sem nefndur var Sigurður sýr. En þegar Har- aldur skoðar gripinn betur sér hann að þetta er gylta og áttar sig á að Hreiðar hefur haft hann að háði og spotti. Hreiðar leikur þannig fíflshlutverkið til enda, þótt það geti kostað hann lífið. Þegar hann undir lok sögunnar kveður allundarlegt kvæði fyrir Magnús er hann enn að skáka í skjóli fíflskunnar því samkvæmt öðrum konungasögum er ekki sama hvað er kveðið fyrir konung. Fíflið kemst upp með ýmislegt sem öðrum leyfist ekki. Hvernig túlka á lokaorð sögunnar er umdeilan- legt. Þar segir að eftir því sem liðið hafi á ævi Hreiðars hafi hann bætt ráð sitt og hætt þeim kynjalátum sem hann hafði í frammi fyrri hluta ævinnar. Við getum túlkað þetta á þann veg að Hreiðar hafi gert sér upp alla fíflskuna, leikið fífl.22 En eins og kemur fram í orðum Willefords hér að framan þá skiptir ekki svo ýkja miklu hvort fíflskan er leikin eða meðfædd, hvort heldur sem er geta menn gegnt starfi hirðfíflsins og það er einmitt það sem Hreiðar gerir. Hann dvelst við hirð Magnúsar konungs vegna þess að konungur hefur gaman af fíflsku hans. Sneglu-Halli Sneglu-Halli er nokkuð frábrugðinn Hreiðari. Frásögnina af Halla, „Sneglu-Halla þátt“, er að finna í sömu þremur ritum og þá af Hreiðari. Auk þess er nokkru lengri gerð og að mörgu leyti ólík í Flateyjarbók, handriti frá 14. öld. í Flateyjarbók segir: Saa madr tok sier far med honum er Halli hiet. og var kalladr Snæglu-halli. hann var skalld gott og ordgreppr mikill. Halli var haar madr og halslangr herdilitill og handsidr og liotlimadr. hann var ættadr vr Fliotum.23 Lýsingin er af afmynduðum manni sem stingur í stúf við aðra í útliti. Halli er þannig afkári líkt og Hreiðar og mörg önnur fífl bókmenntanna ef marka má skilgreiningarnar hér að framan. Auk þess er Halli orðgreppur mikill sem kemur glögg- lega fram í því að hann svarar konungi ætíð fullum hálsi. En fíflska Halla er á annan veg en Hreiðars. Hirðmenn Haralds konungs hæðast ekki að þess- um orðháki því að hann kann að svara fyrir sig. Hann er heldur ekki eins hláturmildur og Hreiðar en sameiginlegt á hann með Hreiðari að hverjum manni líkar vel til hans. Reyndar leynist sannkall- að fífl í frásögninni af Halla sem er dvergurinn Túti og nærvera hans dregur heldur úr þeirri fífls- mynd sem dregin er upp af Halla. Rökin fyrir því að líta á Halla sem fífl eru ber- sögli hans og matgræðgi en ekki hvað síst hvernig hann kemst upp með að brjóta þau boð og bönn sem ríkja við hirðina. Hann étur áfram eftir að konungur hefur slitið borðhaldi og stelst meira að segja til að fá sér graut milli mála. Með þessu hátterni sínu vekur hann reiði konungs en kemst upp með það enda hefur lesandinn á tilfinning- unni að konungur hafi fremur gaman af Halla. Sjaldan fær Halli þó konung til að hlæja og þess vegna er rétt að skoða persónu Halla með skyld- menni fíflsins í huga, bragðarefinn.24 H. R. Ellis Davidson hefur fjallað um nokkra bragðarefi norrænna fornbókmennta og hvernig þeir tengjast fíflinu.25 Sérstaklega tekur hún fyrir Loka Laufeyjarson og Amleth hans Saxo. David- son telur reyndar að til séu að minnsta kosti þrjár gerðir bragðarefa í þessum bókmenntum. Hún tekur Óðin sem dæmi um bragðarefinn sem spilar með og blekkir þá sem treysta honum. Loki er að mati hennar dæmigerðari bragðarefur en Óðinn, kómísk hetja sem lendir í ævintýrum, oft erótísk- um, sem eru í senn hlægileg og alvarleg. Þriðja gerð bragðarefsins er síðan Amleth sem leikur fíflið til fullnustu á meðan hann undirbýr hefnd sína. Niðurstaða Davidsons er sú að fíflið og bragðarefurinn séu tengdir órofaböndum. í ljósi þessa er vert að gefa gaum að athöfnum 58

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.