Mímir - 01.06.1996, Side 92
Vínlandsfarinn
Ritdómur
Handbók um málfræði
Höfundur: Höskuldur Þráinsson
Utgefandi: Námsgagnastofnun, Reykjavík 1996.
Ut er kominn Höskuldur Þráinsson prófessor eftir
langa dvöl á slóðum Þorfinns karlsefnis. Mímislið-
ar tóku honum fagnandi enda væntu þeir að hann
kæmi hlaðinn efni sem hann vildi miðla þeim. Þess
var heldur ekki lengi að bíða að efni kæmi frá
kappanum þó að nokkuð væri það í annarri mynd
en Mímisliðar ætluðu. Á haustdögum kom út
Handbók um málfrœði eftir prófessor Höskuld.
Markhópur bókarinnar, ef trúa má formálanum,
er þó ekki Mímisliðar heldur 8.-10. bekkur grunn-
skóla. Hér á eftir verður reynt að finna kosti og
galla bókarinnar þó að tæpast eigi stjörnugjafir vel
við handbók um jafn lifandi efni og málfræði.
Um útlit og frágang bókarinnar er það að segja
að hún er í hefðbundinni kiljuútgáfu. Hana prýðir
einhver ljótasta kápa sem íslensk bók hefir fengið.
Kápan gerir bókinni þó lítið til því áhugi mark-
hópsins á efninu er slíkur að bókinni er nær aldrei
lokað. Útgefandi hefir skreytt bókina með gulln-
um miða sem upplýsir að bókin hefir verið til-
nefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þess
skal getið að hún fékk þau ekki enda hefir útlit
bóka fremur en inntak ráðið í þeirri verðlaunaaf-
hendingu hingað til. Efst á útjaðri hverrar síðu er
svartur blettur sem á er uppflettitákn, bókstafur í
fyrri hluta bókarinnar en tölur í þeim síðari. Þetta
auðveldar mjög notkun bókarinnar. Bókin þarf
nýja forsíðu og að bindast inn í gorm til að vera
hentugra uppflettirit.
Einkunn fyrir útlit og frágang er því 7.5 og hafa
margir mátt una við minna.
Þegar bókin er opnuð kemur efnisyfirlit að
hætti málfræðinga, eins og flestir vita standa þeir
þar öðrum framar. Fyrri hluti bókarinnar er skil-
greining hugtaka með notkunardæmum. Hugtök-
in koma í stafrófsröð. Fyrst er hugtakið skilgreint
því næst skýrt þá koma dæmi og loks athugasemd.
Auðvitað eru þessi atriði sjaldan öll við eitt og
sama hugtakið heldur aðeins þau sem eru þörf.
Fyrir aftan hugtakið stendur svigi með tölum sem
vísa til kafla í seinni hluta bókarinnar sem er eins
konar ítarefni fyrir þá málfræðiþyrstu grunnskóla-
nemendur sem bókin er ætluð. Eg gerði nokkrar
tilraunir að fletta upp málfræðihugtökum í bók-
inni og verður að segjast eins og er að ég fann
alltaf svör við því sem ég leitaði að. Þó fann ég
ekki hvaða reglur gilda um hvar á að nota pers-
ónufornafn og hvar afturbeygt fornafn. Auðvitað
kann ég íslensku og veit þetta eins og aðrir Mímis-
liðar.
Einkunn fyrir uppsetningu og skýringar er því
9.5. Þar sem ég met innihald þrefalt á móti útliti
(öfugt við íslensku bókmenntaverðlaunin) þá
verður einkunn bókarinnar 9.0.
í formála segir höfundur: „Þetta er frekar þurr
handbók og höfundur gerir sér engar vonir um að
komast í hóp metsöluhöfunda fyrir þetta rit“ (12).
Fullyrðingin um að þetta sé frekar þurr handbók
er eina missögnin sem ég fann í bókinni því þetta
er einhver skemmtilegasta handbók sem ég hef
skoðað. Setningadæmin eru oft skemmtileg t.d.
„Árni vill verða borgarstjóri" (65). Hitt verður
líka að teljast líklegt að bókin eigi eftir að seljst vel
um nokkurt skeið og slá mörgum metsölubókun-
um við.
Bókin er góð eign fyrir markhópinn og þó ekki
síður fyrir framhaldsskólanemendur og Mímislið-
ar ættu að eiga hana til að fletta upp, svona til að
vera vissir, þó að auðvitað viti þeir allt sem í henni
stendur og miklu meira en það.
Ég vil nota tækifærið og óska höfundi til ham-
ingju með bókina ásamt grunnskólanemendum og
íslendingum öllum. Því íslensk tunga verður af
þessari bók ríkari en hún áður var. Að lokum óska
ég Mímisliðum til hamingju með að hafa endur-
heimt prófessorinn úr þeirri helju sem Vínland
vissulega er.
Sigfús Aðalsteinsson
90