Mímir - 01.06.1996, Side 51

Mímir - 01.06.1996, Side 51
Þröstur Geir Árnason Um hvað ortu hirðskáldin? — lítil samantekt — í tengslum við þá ríku hefð germanskra þjóða, að yrkja lof- kvæði til höfðingja sinna, varð til nýtt kveðskaparform í Noregi á 9. öld, eða jafnvel fyrr. Form þetta var frábrugðið formi hinna ger- mönsku hetjukvæða á þann hátt að vísuorð urðu lengri; rími var bætt inn í sem stílbragði; sérstök skáldskaparorð komu í stað hversdagslegra nafna, svo og ýmis heiti og kenningar með skírskotunum til goð- og hetjusagna; orðaröðinni var breytt þannig að tveimur eða þremur setningum er hrært saman innan hverrar vísu. Úr þessu urðu svo til hinir ýmsu hættir innan þessa nýja forms. Um upprunann eru til ýmsar kenningar. Fræg- astar eru þær að um hafi verið að ræða írsk áhrif; eða þá að einn maður hafi tekið sig til og hreinlega smíðað stílinn af eigin rammleik. Þá er í því sam- hengi oftast nefnt nafn Braga Boddasonar er uppi var á 9. öld og hafi með stíl þessum ætlað að líkja eftir því sem var að gerast í myndlist þess tíma, sem einkenndist af miklu formskrauti, jafnvel of- hlæði. Stíllinn var vissulega skrautlegur, ef svo má segja, kenningar flóknar og orðaröð oft torskilin. Þetta gerði það að verkum að menn sem kveðskap þennan ætluðu að skilja, hvað þá yrkja, urðu að vera nokkuð vel að sér í fræðum hans, þannig kallaði formið á nokkurn lærdóm og þjálfun. Sem sagt hlutir sem aðeins fólk af heldra kyni átti kost á að öðlast. Þessi nýi stíll varð þá að einskonar æðri stétta skáldskaparformi sem konungar, fyrir- menn og svo náttúrulega þeir sem ætluðu að verða skáld urðu að leggja stund á allt frá blautu barns- beini, til að þekkja til hlítar. Það gefur auga leið að listsköpun af þessari gerð sem hér er til umræðu var öll í höndum Norð- manna í fyrstu, en það er strax á 10. öld sem íslendingar fara að láta að sér kveða og undir lok aldarinnar eru þeir komnir í einokunarstöðu með- al hirðskálda Noregskonunga. Konungum þar í landi var auðvitað í mun að hróður þeirra væri borinn út um lönd í glæstum búningi dróttkvæða- stílsins. Hlutverk skáldsins var þá á þá leið að skemmta hirðinni með lofi um hana, sjálft sig og náttúrulega konunginn. Hefðin til íslands í fyrstu voru það norsk skáld sem hlutu þann starfa að vera hirðskáld hjá norrænum konungum en strax á seinni hluta 10. aldar fara íslenskir orðs- ins listamenn að láta til sín taka í hirðkveðskap á Norðurlöndum. Af lítt skýrðum ástæðum falla hinir norsku upphafsmenn stílsins í skuggann af íslenskum nýliðum íþróttarinnar og undir lok ald- arinnar eru þeir allt að því orðnir einráðir á mark- aðnum. Að mati Jónasar Kristjánssonar hefur Ey- vindur skáldaspillir verið síðastur norskra til að yrkja höfðingjakvæði sem kunnugt er.1 Að svo komnu fluttust ungir hæfileikamenn til megin- landsins frá íslandi til að freista gæfunnar meðal konunga; á ferðum þeirra, í stríði sem við veislu- höld. Dróttkvæðin urðu að einskonar „þjóðar- íþrótt og útflutningsatvinnugrein“2 sem Islending- ar hlutu frægð og vegsemd fyrir á blómaskeiði þessa listforms. Egill Skallagrímsson mun hafa verið fyrstur til að öðlast virðingu meðal konunga en hann er sá maður sem rnestri leikni er sagður hafa náð í þessari list og mestu þrekvirki hins dróttkvæða kveðskapar liggja eftir hann. Egill var hinn sanni víkingur sem ferðaðist vítt og breytt, yrkjandi kvæði fyrir og um konunga eins og þá Aðalstein Englakonung og Eirík blóðöx. Egill, sem var uppi 49

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.