Mímir - 01.06.1996, Page 70
kerfisbundnar og málfræðilega mögulegar, ef það
má orða það svo. Ég hef fengið styrk úr Rann-
sóknasjóði Háskólans til að standa að þessari
rannsókn.
í öðru lagi tek ég þátt í samstarfsverkefni með
hollenskum málfræðingum, þeim sömu og ég
starfaði með úti í Hollandi ásamt málfræðingnum
sem tók við af mér, Bandaríkjamanninum Willi-
am Philip. Við erum að skoða fornafnatregðuna
nánar í máli hollenskra, íslenskra og bandarískra
barna. Við erum búin að hanna rannsóknargögn,
teikna myndir, o.s.frv. Um þessar mundir er ég
einmitt að hefja rannsóknina, fara á leikskóla og
leggja þetta próf fyrir íslensk börn.
í þriðja og síðasta lagi tek ég þátt í rannsókn
Joan Maling, prófessors við Brandeis University í
Bandaríkjunum, á hinni svokölluðu nýju þolmynd
í máli barna og unglinga. Það er þegar börn og
unglingar segja: Það var lamið mig í skólanum, í
stað: Ég var laminn í skólanum. Þarna sjáum við
málbreytingu sem er að eiga sér stað núna. I
gamaldags, eða venjulegri, íslenskri þolmynd
virðist sögnin missa hæfileika sinn til að úthluta
falli til andlagsins, þannig að andlagið verður að
færast upp í frumlagssætið. í nýju þolmyndinni
virðist sögnin hins vegar halda þessum hæfileika
sínum til að úthluta falli til andlagsins og merking-
arlausa frumlaginu ’það’ er skotið inn í frumlags-
sætið. Þetta er spennandi og enn einu sinni sjáum
við að mál barna fellur innan ramma málfræðinn-
ar. Þessi nýja þolmynd okkar er nefnilega til í
öðrum málum, til dæmis í þýsku og pólsku er
þolmynd mynduð á þennan hátt.“
Hvernig hefurðu hugsað þér framtíðina, langar
þig að búa hér eða erlendis? Er ekki skrýtið að
vera gift kona þegar eiginmaðurinn býr í annarri
heimsálfu?
„Það er auðvitað erfitt að eiga heimili og eigin-
mann í Bandaríkjunum og vera hér en ég er búin
að læra lengi og ég hef ánægju af að starfa og sinna
mínum hugðarefnum. Við tókum því þá ákvörðun
að við fengjum bæði að njóta okkar. Eiríkur Stein-
grímsson, maðurinn minn, er erfðafræðingur og
starfar við Krabbameinsrannsóknarstöð Banda-
ríkjanna. Hann leggur stund á fjárfrekar rann-
sóknir og hefur áhuga á starfi sínu. Það eru ekki
mörg stöðugildi hér á landi en við höldum í vonina
um að hlutirnir breytist. Við erum auðvitað orðin
mjög leið á því að búa meirihluta ársins í sitthvorri
heimsálfunni og erum að reyna að finna lausn á
okkar málum. Ég veit ekki hver sú lausn verður,
hvort við eigum eftir að búa hér eða erlendis í
framtíðinni. Ég er íslendingur og á íslandi vil ég
helst af öllu vera og starfa. Við notum tölvupóst-
inn mikið og síðan fer ég út í öllum fríum og á
sumrin náum við heilum fjórum mánuðum saman.
Þá erum við eins og hver önnur hjón og gleymum
fljótt aðskilnaði vetrarins. Það er stundum flókið
að eiga mann og heimili hinum megin við hafið, en
sem betur fer er lífið reglubundið eins og mál-
fræðin og ég veit að þegar veturinn er liðinn þá
kemur vor.“
Viðtalið vann
Hugrún Hrönn Ólafsdóttir.
.