Mímir - 01.06.1996, Side 61
Halla. Er hann ekki sí og æ að blekkja fólk á
einhvern hátt? Hann þiggur fé í bætur af Einari
flugu fyrir mann sem hann lýgur að hafi verið
bróðir sinn. Hann hefur fé út úr Englandskonungi
fyrir að kveða endileysu. Með öðrum orðum þá
tekst honum með klækjum að fá öllu framgengt
sem hann vill. Astæðan fyrir því að hann kemst
upp með alla klæki sína liggur síðan í því að eng-
inn trúir illu upp á hann vegna fíflsku hans. Halli
hikar ekki við að bregða sér í gervi fíflsins enda er
það partur af hátterni bragðarefsins, leið til að
villa á sér heimildir. Gott dæmi um þetta er
hvernig hann þaggar niður í þingheimi í Dan-
mörku:
Kuomu menn nu til þingsins og var nu sliktt
op eda meira sem hina fyrri dagana. Og er
menn vardi siztt hleypr Halli vpp og æpir sem
hæst matti hann. hlydi aller menn mier er
mals þorf. mier er horfin hein og heinasmior
skreppa og þar med allur skrepuskrudi saa er
kallmanni er betra ath hafa enn ath missa.
Aller menn þaugnudu. sumir hugdu ath hann
mundi ær vordin en sumir hugdu ath hann
mundi tala konungs eyrendi nauckur.26
Halli er ef til vill ekki eins dæmigert fífl og
Hreiðar, hann er klókari og fíflska hans er, að því
er virðist, ekki meðfædd. Ef litið er á dauðdaga
hans samkvæmt frásögn Flateyjarbókar læðist þó
að manni efi um snilld Halla en um leið vissa fyrir
því hvaða augum Haraldur konungur leit hann.
Túlkun Haralds konungs á dauðdaga Halla hæfir
fáum betur en fíflinu: „aa grauti mundi greyit
sprungit hafa.“27
Fíflin fæðast í hlátrinum
Halli og Hreiðar eru samkvæmt þessu persónur
sem standa nærri fíflinu og geta jafnvel flokkast
undir að vera hirðfífl. Útlit þeirra og hátterni
minnir að minnsta kosti frekar á hirðfífl en hirð-
skáld. En hvaðan eru þessar persónur ættaðar
fyrst þær lenda ekki í sama flokki og aðrir dug-
miklir og skáldmæltir menn frá Islandi sem gista
konungshöllu og þjóna við hirðir?
Eins og áður segir vill Hermann Pálsson rekja
frásagnir á borð við „Sneglu-Halla þátt“ til
franskra fábylja (fabliaux) eða annarra léttúðgra
suðrœnna frásagna.
Hispursleysi Sneglu-Halla kæmi lesanda lítt á
óvart þótt hann rækist á slíkt í franskri skrýtlu eða
skopsögu frá tólftu öld, [.. ,]28
Að mínu mati eiga frásagnirnar af þeim Halla
og Hreiðari fátt skylt með hinum frönsku fábylj-
um sem fjalla oftast um samskipti og samlífi karls
og konu.29 Þrátt fyrir klúryrði Halla tel ég vafa-
samt að setja „Sneglu-Halla þátt“ undir sama hatt
og sögur á borð við þá af Bósa og Herrauði. í
sögunni kemur til dæmis aðeins fyrir ein kona,
drottning Haralds konungs. Sagan fjallar því á
engan hátt um samskipti kynjanna heldur segir
hún frá ákveðinni persónu og hvernig henni tekst
að leika á ýmis stórmenni. Enn langsóttara er að
lesa fábylju út úr „Hreiðars þætti heimska“ þar
sem ekki gætir einu sinni klámfengins orðalags.
En hvert skal þá horfa?
Rétt er að skoða þær bókmenntir sem hafa fífl í
stórum hlutverkum. Slíkar bókmenntir tengjast
oft svokallaðri hláturmenningu miðalda.
A boundless world of humorous forms and mani-
festations opposed the official and serious tone of
medieval ecclesiastical and feudal culture. In spite
of their variety, folk festivities of the carnival type,
the comic rites and cults, the clowns and fools,
59