Mímir - 01.06.1996, Qupperneq 85
að velja sér mjólkurfernur með efni sem það hafði
ekki séð áður og heyrst hefur að heilsa íslensku-
kennara hafi batnað svo um munar vegna óbilandi
dugnaðar við mjólkurdrykkju. Þar að auki var
mánudagsmorgnum bjargað!
Mjólkurfernur, hvers lenskar sem þær eru, virð-
ast vera afbragðsgóður vettvangur mikilvægra
málefna. Nægir þar að nefna bandarískar fernur
þar sem auglýst er eftir týndum börnum. Þær ís-
lensku eru hins vegar táknrænar fyrir smæð lands
og þjóðar, þar sem vísukorn og viskumolar leika
aðalhlutverkin um þessar mundir. A meðan sum-
ar þjóðir tapa erfingjum, töpum við niður erfða-
góssinu!
Að mínu mati er framtak Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík öðrum til eftirbreytni en sitthvað má
samt bæta því ekkert er svo gott að öllum líki. Til
dæmis finnst mér myndskreytingarnar ekki nógu
vel heppnaðar. Myndirnar eru einfaldar og hæfa
efninu oft á tíðum ágætlega en verða stundum
dálítið afkáralegar. Hver man t.d. ekki eftir hálf-
tíræða manninum sem leit út eins og hann væri
bæði dauður og grafinn! Það er þó ekki útlitið sem
öllu skiptir heldur það sem að baki býr. Meirihluti
efnisins er góðra gjalda verður og situr vonandi
eftir í hugum sem flestra, sumu hefði aftur á móti
mátt sleppa. Of mikið fer fyrir orðatiltækjum og
orðaleikjum, á kostnað málfræðinnar, sem mér
finnst verða dálítið útundan. Utúrsnúningar, svo
sem kjötkássa sem nefnd er járnbrautarslys og
bréfþurrkur sem fá heitið húsbréf, finnst mér ekki
eiga heima í átaki um málvernd. Eg held að hægt
sé að gera málið nógu litríkt án þess að þurfa að
taka svona til orða. (Eins og fyrr sagði er nöldur
nauðsynlegt í hófi!)
Tímarnir breytast og mennirnir með og er auð-
vitað ekki hægt að neita því að margt hefur breyst
í aldanna rás. Einu sinni þótti fínt að sletta latínu,
síðar slógu menn um sig með dönsku en á síðustu
árum hefur enska yfirtekið hinn gróskumikla
slettuorðaforða landsmanna. Við verðum því að
vera bjartsýn og vona að komandi kynslóðir bæti
um betur og fari að sletta á íslensku! Mörgum
þykir sú tilhugsun kannski fjarstæðukennd, miðað
við allt það sem íslenskt mál hefur mátt þola á
löngum líftíma sínum. Ahyggjur manna af móður-
málinu eru þó ekki aldeilis nýjar af nálinni. Arn-
grímur lærði lagði sitt af mörkum við verndun
tungumálsins og ekki ómerkari menn en Fjölnis-
menn náðu að hrista ýmsar slettur og ambögur af
málinu á sínum tíma. Einangrun landsins er auð-
Að heltast úr lestinni
Gott er að auðga málfar sitt með góðum líkingum eða orðtökum
og enn betra að nota þau rétt!
Ef hestur í lest verður haltur
heltist hann úr lestinni
- en helhst ekki!
Sofnum ekki á verðinum!
vitað lykilatriði þegar þróun málsins er skoðuð.
Séu erlend áhrif engin er auðvitað lítil hætta á að
þau spilli nokkru! Með bættari samgöngum síðari
tíma og auknum samskiptum milli þjóða verður
varla hægt að sporna við breytingum á málinu.
Sífellt fleiri nýyrði koma inn í málið, á kostnað
þeirra eldri sem stöðugt týna tölunni.
Ef til vill er ég sek um einhverja tegund af
rembu, en staðreyndin er samt sú, að þeir eru
orðnir allt of margir, einstaklingarnir sem láta
íslenskuna sér í léttu rúmi liggja. Málvernd af
einhverju tagi er af þeim sökum nauðsynlegur
þáttur í litlu samfélagi sem okkar, sem verður
líklegast alltaf ginkeypt fyrir nýjungum. Það er því
engin ástæða til að leggja árar í bát heldur halda
ótrauð áfram, og gera betur.
Tilgangurinn með átaki Mjólkursamsölunnar
hlýtur auðvitað að vera sá, að vekja fólk til um-
hugsunar um gildi tungumálsins og þegar á heild-
ina er litið, tel ég að átakið hafi skilað tilætluðum
árangri. Öll umræða er góð umræða og sjálfsagt
að halda fólki við efnið, þar sem mjög auðvelt er
að sofna á verðinum. „Eigi skal gráta Björn
bónda, heldur safna liði“ sagði frúin forðum og er
ekki úr vegi að tileinka sér orð hennar nú. Það
þýðir auðvitað ekkert að sitja og vola það sem
aflaga fer, heldur að bæta það sem hægt er.
83